Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra átti nýverið tvíhliða fund i með Björnar Skjæran sjávarútvegsráðherra Noregs.

Á fundinum var meðal annars rætt samvinnu ríkjanna í sjávarútvegi, ástand fiskveiðistofna og almenna stöðu sjávarútvegs. Lýsti matvælaráðherra yfir ánægju sinni með fundinn.

„Íslands og Noregur geta lært mikið hvort af öðru,“ sagði ráðherra að fundi loknum. „Íslendingar eru stoltir af sínum sjávarútvegi, og það er full ástæða til þess að vera það. Nú er áhersla lögð á að draga úr mögulegum neikvæðum áhrifum afleiðingum veiða fyrir vistkerfi sjávar, betri nýtingu hráefna og nýsköpun.“

Ráðherra taldi einnig mikilvægt að ríkin tvö ættu viðræður um deilistofna og að samkomulag næðist þar að lútandi.

Ráðherrarnir ræddu að auki umhverfis- og öryggismál og lagði Björnar Skjæran áherslu á að ríkin haldi áfram góðri samvinnu á alþjóðavettvangi.