Fiskistofa hefur nú opnað fyrir umsóknir um leyfi til selveiða til eigin nytja á árinu 2024.

Selveiðar eru óheimilar á íslensku forráðasvæði (í sjó, ám og vötnum) nema að fengnu sérstöku leyfi frá Fiskistofu að .því er bent er á í tilkynningu á vef Fiskistofu.

„Fiskistofa getur veitt leyfi til takmarkaðra veiða á sel til eigin nytja innan netlaga þar  sem veiðar hafa verið eða verða stundaðar sem búsílag,“ segir í tilkynningunni.

Í umsókn þarf eftirfarandi að koma fram:

Við hvaða land áformað er að veiða.

Hvaða veiðiaðferð verður notuð.

Fjöldi sela sem sótt er um til að veiða.

Upplýsingar um veiði umsækjanda síðustu 5 ár.

Eignarheimild eða samningur við eiganda viðkomandi lands.