Strandgæslan í Noregi rekur aukningu í skráningu á því þegar bátum og skipum er siglt í strand eða tekur niðri til þess að nú sé betur fylgst með slíkum óhöppum.
Að sögn Fiskeribladet gerði strandgæslan greiningu á öryggismálum til sjós í Noregi. Niðurstaðan sé sú að stærri og alvarlegri slysum hafi fækkað en fjölgun hafi orðið í minni óhöppum. Ein orsök þessa sér betra eftirlit og skráning óhappa. Það verði þó að taka á slíkum atvikum af alvöru.
Samkvæmt tölum strandgæslunnar siglir einhver bátur þar í landi í strand að meðaltali tvisvar í viku. Alls 92 prósent af óhöppum séu vegna þess að bátar taki niðri en 8 prósent vegna árekstra.
Dæmi um óhapp af þessu toga sé þegar 43 feta bátur endaði upp á skeri við Meløy í lok október. Myndir og myndbönd af bátnum þar sem hann stóð á skerinu á tuttugu sentímetra breiðum kilinum einum saman hafi farið „eins og farsótt“ um dagblöðin og í netheimum.
„Þetta á eiginlega ekki að vera hægt,“ sagði Jostein Johansen, skipstjóri hjá björgunarsveitinni við Fiskeribladet.
Eigandi bátsins hafi verið jafn furðu lostinn sjálfur yfir þessari uppákomu. „Það er algjörlega óskiljanlegt að þetta hafi gerst,“ sagði Kurth Justad, sem hefur verið atvinnusjómaður í 45 ára og aldrei lent í öðru eins. Sjá má myndband og lesa um þann atburð hér.