Varðskipið Óðinn, sem nú er hluti af safnkosti Sjómannasafnsins í Reykjavík, fór í prufusiglingu í gær. Vélar og búnaður skipsins var prófaður en framundan er siglinga norður í Ólafsvík. Lagt verður í hann á föstudag og mun varðskipið gamla gleðja gesti og gangandi með veru sinni þar í tilefni af sjómannadeginu. Í prufusiglingunni mætti Óðinn danska seglskipinu Danmark sem var á leið inn til Reykjavíkur.
