Tuugaalik, nýr frystitogari í eigu Qaleralik A/S útgerðarinnar í Nuuk í Grænlandi, kom til Hafnarfjarðar í byrjun vikunnar eftir siglingu frá skipasmíðastöðinni Astilleros í Baskalandi. Skipið er 82,3 metrar á lengd og 18 metrar á breitt og allt hið glæsilegasta á að líta.