Sigurbjörg ÁR, nýr ísfisktogari Ramma, var sjósett við skipasmíðastöðina Celiktrans í Tyrklandi síðastliðinn þriðjudag. Viðstaddir voru fulltrúar skipasmíðastöðvarinnar, Nautic sem hannaði skipið og Ramma, sem nú heitir reyndar Ísfélag hf. eftir sameiningu Ramma og Ísfélags Vestmannaeyja fyrr í sumar.

Sigurbjörg ÁR er 48 metra langur togari og 14 metra breiður. Skrúfan er 4,2 metrar í þvermál. Skipið verður með fjórum togvindum og með möguleika á þriggja trolla veiðum. Aðalvélin er 1.795 kW. Skipið er hannað af íslenska skipahönnunarfyrirtækinu Nautic. Sama skrokklag er á skipinu og HB Granda skipunum sem Nautic hannaði upp úr 2015 með svokölluðu Enduro Bow stefni sem og Björg EA og Björgólfur EA, skip Samherja. Sigurbjörg er styttra en breiðara en Akurey og Viðey. Gert er ráð fyrir að ganghraðinn verði nálægt 14 mílur á um 80% vélarálagi.

Skipið verður að líkindum gert út á bolfiskveiðar og síðar á veiðar á humri taki humarstofninn við sér. Þegar Rammi var sjálfstætt fyrirtæki gerði hann út frystitogarann Sólberg sem kom nýr til landsins 2017. Einnig gerði Rammi út Múlaberg, Fróða II og Jón á Hofi.

Sjónarspil

Ragnar Aðalsteinsson útgerðarstjóri og Ólafur Marteinsson, aðstoðarframkvæmastjóri Ísfélagsins, voru við sjósetninguna. Ragnar segir afhendingu á skipinu áformaða í desember. Nú eftir sjósetningu er umtalsverð vinna framundan við uppsetningu á vinnslu- og kælibúnaði, spilum og öðrum búnaði.

Allur vinnslubúnaðurinn verður framleiddur af Klaka ehf. í Kópavogi sem smíðar einnig sjálfvirkt lestarkerfi með fjórum lyftum. Kælibúnaðurinn kemur frá Kælismiðjunni Frost á Akureyri og vindubúnaður frá Ibersisa. Áformað er að forprófun á skipinu verði í október og afhending fari fram fyrir áramót.

„Það var talsvert sjónarspil að vera viðstaddur sjósetninguna,“ segir Ragnar sem segir stutt á milli stóra tímamóta þessi dægrin. „Fyrst var það sameining fyrirtækjanna og svo sjósetning Sigurbjargar núna sem er skip Ísfélagsins hf. Sameiningin gerðist á þeim tímapunkti að það vannst tóm til að mála skipið í litum Ísfélagsins og með merki félagsins.“

Ragnar segir að byrjað sé að innrétta skipið að hluta og leggja rafmagn í það. Allur vélbúnaður sé kominn á sinn stað en enn þá eigi eftir að ganga frá honum. Þá á eftir að setja í hann allan vinnslubúnað, spil og krana sem verður gert ytra. Ragnar segir vonir bundnar við að Sigurbjörg verði komin til landsins fyrir áramót en lítils háttar tafir hafa orðið á smíðinni. Togarinn er hugsaður fyrir bolfisk- og humarveiðar sem eru bannaðar um þessar mundir. Skráð heimahöfn Sigurbjargar er Þorlákshöfn en Ragnar segir að hann muni væntanlega landa þar sem hentugast er hverju sinni.

Sigurbjörg ÁR, nýr ísfisktogari Ramma, var sjósett við skipasmíðastöðina Celiktrans í Tyrklandi síðastliðinn þriðjudag. Viðstaddir voru fulltrúar skipasmíðastöðvarinnar, Nautic sem hannaði skipið og Ramma, sem nú heitir reyndar Ísfélag hf. eftir sameiningu Ramma og Ísfélags Vestmannaeyja fyrr í sumar.

Sigurbjörg ÁR er 48 metra langur togari og 14 metra breiður. Skrúfan er 4,2 metrar í þvermál. Skipið verður með fjórum togvindum og með möguleika á þriggja trolla veiðum. Aðalvélin er 1.795 kW. Skipið er hannað af íslenska skipahönnunarfyrirtækinu Nautic. Sama skrokklag er á skipinu og HB Granda skipunum sem Nautic hannaði upp úr 2015 með svokölluðu Enduro Bow stefni sem og Björg EA og Björgólfur EA, skip Samherja. Sigurbjörg er styttra en breiðara en Akurey og Viðey. Gert er ráð fyrir að ganghraðinn verði nálægt 14 mílur á um 80% vélarálagi.

Skipið verður að líkindum gert út á bolfiskveiðar og síðar á veiðar á humri taki humarstofninn við sér. Þegar Rammi var sjálfstætt fyrirtæki gerði hann út frystitogarann Sólberg sem kom nýr til landsins 2017. Einnig gerði Rammi út Múlaberg, Fróða II og Jón á Hofi.

Sjónarspil

Ragnar Aðalsteinsson útgerðarstjóri og Ólafur Marteinsson, aðstoðarframkvæmastjóri Ísfélagsins, voru við sjósetninguna. Ragnar segir afhendingu á skipinu áformaða í desember. Nú eftir sjósetningu er umtalsverð vinna framundan við uppsetningu á vinnslu- og kælibúnaði, spilum og öðrum búnaði.

Allur vinnslubúnaðurinn verður framleiddur af Klaka ehf. í Kópavogi sem smíðar einnig sjálfvirkt lestarkerfi með fjórum lyftum. Kælibúnaðurinn kemur frá Kælismiðjunni Frost á Akureyri og vindubúnaður frá Ibersisa. Áformað er að forprófun á skipinu verði í október og afhending fari fram fyrir áramót.

„Það var talsvert sjónarspil að vera viðstaddur sjósetninguna,“ segir Ragnar sem segir stutt á milli stóra tímamóta þessi dægrin. „Fyrst var það sameining fyrirtækjanna og svo sjósetning Sigurbjargar núna sem er skip Ísfélagsins hf. Sameiningin gerðist á þeim tímapunkti að það vannst tóm til að mála skipið í litum Ísfélagsins og með merki félagsins.“

Ragnar segir að byrjað sé að innrétta skipið að hluta og leggja rafmagn í það. Allur vélbúnaður sé kominn á sinn stað en enn þá eigi eftir að ganga frá honum. Þá á eftir að setja í hann allan vinnslubúnað, spil og krana sem verður gert ytra. Ragnar segir vonir bundnar við að Sigurbjörg verði komin til landsins fyrir áramót en lítils háttar tafir hafa orðið á smíðinni. Togarinn er hugsaður fyrir bolfisk- og humarveiðar sem eru bannaðar um þessar mundir. Skráð heimahöfn Sigurbjargar er Þorlákshöfn en Ragnar segir að hann muni væntanlega landa þar sem hentugast er hverju sinni.