„Þessi veiði er mjög slitrótt,“ sagði Benóný Þórisson, framleiðslustjóri  Vinnslustöðvarinnar, um ganginn í makrílvertíðinni þegar Fiskifréttir ræddu við hann á þriðjudaginn.

„Það kemur skot og svo fer þetta eitthvert. En heilt yfir hefur þetta gengið ágætlega hjá okkur og töluvert betur en í fyrra,“ sagði Benóný.

Makrílkvóti Vinnslustöðvarinnar er um tuttugu þúsund tonn að sögn Benónýs. „Við erum að nálgast tíu þúsund tonn lönduðum þannig að við erum hálfnaðir,“ sagði hann.

Þegar rætt var við Benóný var verið að vinna 900 tonn af makríl úr Ísleifi. Þótt mikil áta væri í fiskinum var hann áfram stór, með meðalvigt yfir 500 grömm. Hann sagði framhaldið nokkuð óljóst.

Birtist aftur greyið

„Það er náttúrlega engin veiði úti á miðunum núna. Makríllinn bara hvarf og það eru allir að leita eins og er. Þeir eru að leita á þessu svæði úti við miðlínuna, svolítið norðarlega,“ útskýrði hann.

Spurður hvort makríllinn sé að hörfa úr lögsögu Íslands sagði Benóný það reyndar hafa gerst um daginn líka. „Þá slapp þetta nú alveg til. Hann hvarf í tvo daga en svo birtist hann nú aftur greyið,“ sagði hann. Makríllinn sem veiðst hefur það sem af er vertíðinni hefur verið með nokkuð mikla átu og svo er enn. Hann er því hausaður en ekki heilfrystur.

Verður jafnvel verðmætari

„Það er talsvert mikið af átu í honum núna og við reynum að hausa eins og við getum,“ sagði Benóný. Átan sé soguð úr fiskinum um leið og hann sé hausaður.

„Jú, það er að sjálfsögðu alltaf einhver hamagangur en þetta er eins og allt í þessu er orðið, svo tæknivætt,“ sagði Benóný um stemninguna í vinnslugólfinu. Með löndun og öllu séu 26 manns við þessi störf.

Spurður hvort makrílinn tapi miklu í söluverðmæti við að vera hausaður í stað þess að hægt væri að heilfrysta hann ef ekki væri fyrir hina miklu átu sagði Benóný það eiginlega vera á hinn veginn.

„Það liggur við að hann verði verðmætari vara  við þetta. Svo fer eitthvað í bræðslu og verðið er mjög hátt þar líka. Þannig að þetta er bara hentugt,“ svarar Benóný.

Nú er þjóðhátíðarhelgi að ganga í garð í Eyjum en hún setur ekki strik í reikninginn í vinnslunni. Makrílinn sem berist að landi ráði. „Þá er bara unnið,“ sagði framleiðslustjórinn

„Þessi veiði er mjög slitrótt,“ sagði Benóný Þórisson, framleiðslustjóri  Vinnslustöðvarinnar, um ganginn í makrílvertíðinni þegar Fiskifréttir ræddu við hann á þriðjudaginn.

„Það kemur skot og svo fer þetta eitthvert. En heilt yfir hefur þetta gengið ágætlega hjá okkur og töluvert betur en í fyrra,“ sagði Benóný.

Makrílkvóti Vinnslustöðvarinnar er um tuttugu þúsund tonn að sögn Benónýs. „Við erum að nálgast tíu þúsund tonn lönduðum þannig að við erum hálfnaðir,“ sagði hann.

Þegar rætt var við Benóný var verið að vinna 900 tonn af makríl úr Ísleifi. Þótt mikil áta væri í fiskinum var hann áfram stór, með meðalvigt yfir 500 grömm. Hann sagði framhaldið nokkuð óljóst.

Birtist aftur greyið

„Það er náttúrlega engin veiði úti á miðunum núna. Makríllinn bara hvarf og það eru allir að leita eins og er. Þeir eru að leita á þessu svæði úti við miðlínuna, svolítið norðarlega,“ útskýrði hann.

Spurður hvort makríllinn sé að hörfa úr lögsögu Íslands sagði Benóný það reyndar hafa gerst um daginn líka. „Þá slapp þetta nú alveg til. Hann hvarf í tvo daga en svo birtist hann nú aftur greyið,“ sagði hann. Makríllinn sem veiðst hefur það sem af er vertíðinni hefur verið með nokkuð mikla átu og svo er enn. Hann er því hausaður en ekki heilfrystur.

Verður jafnvel verðmætari

„Það er talsvert mikið af átu í honum núna og við reynum að hausa eins og við getum,“ sagði Benóný. Átan sé soguð úr fiskinum um leið og hann sé hausaður.

„Jú, það er að sjálfsögðu alltaf einhver hamagangur en þetta er eins og allt í þessu er orðið, svo tæknivætt,“ sagði Benóný um stemninguna í vinnslugólfinu. Með löndun og öllu séu 26 manns við þessi störf.

Spurður hvort makrílinn tapi miklu í söluverðmæti við að vera hausaður í stað þess að hægt væri að heilfrysta hann ef ekki væri fyrir hina miklu átu sagði Benóný það eiginlega vera á hinn veginn.

„Það liggur við að hann verði verðmætari vara  við þetta. Svo fer eitthvað í bræðslu og verðið er mjög hátt þar líka. Þannig að þetta er bara hentugt,“ svarar Benóný.

Nú er þjóðhátíðarhelgi að ganga í garð í Eyjum en hún setur ekki strik í reikninginn í vinnslunni. Makrílinn sem berist að landi ráði. „Þá er bara unnið,“ sagði framleiðslustjórinn