Norskir útgerðarmenn vilja segja upp Smugusamningnum við Íslendingana til að bæta upp skerta þorskkvóta í Barentshafi. Þetta segir í Fiskeribladet.

Í þessari viku funda norskir og rússneskir hafrannsóknamenn til að setja niður þorskkvóta næsta árs. Áður hafa þær mælt með því að kvótinn verði 311.587 tonn á næsta ári sem er 31 prósent niðurskurður.

Þessar heimildir deilast fyrst og fremst milli Rússa og Norðmanna. Í fyrra var kvótinn minnkaður um 20 prósent og hann var einnig skorinn niður árið þar á undan. Segir Fiskeribladet að ef farið verði að ráðum vísindamanna verði kvótinn á næsta ári jafn lítill og hann var árið 1990.

Samtök útgerðarmanna í Noregi, Fiskebåt, vilja að brugðist verði við þessu með því að taka kvóta frá Íslendingum. Það sé heimilt að gera þar sem heildarkvótinn fari undir 350 þúsund tonn. Segir formaður Fiskebåt, Audun Maråk, að þá verði upp sú staða að heimilt sé að segja upp Smugusamningnum við Ísland. Í praksís mun þetta þýða að Íslendingar missa sex þúsund tonna þorskkvóta, eða sem svarar til 1,854 prósent af heildarkvótanum.