Nýtt netaverkstæði Cosmos Trawl, dótturfyrirtækis Hampiðjunnar, var formlega vígt í dag í Skagen í Danmörku. Byggingin markar tímamót í starfsemi fyrirtækisins en með henni eykst möguleiki á að fara yfir og gera við mörg flottroll samtímis þegar trollviðgerðarbrautunum fjölgar úr tveim í fjórar og vandaður tækjabúnaður, blakkir og tromlur, léttir vinnuna og flýtir fyrir viðgerðum svo um munar.

Viðstaddir vígsluna voru fjölmargir heiðursgestir, þar á meðal Birgit S. Hansen, borgarstjóri í Frederikshavn, stjórnarmenn Hampiðjunnar, auk fjölda birgja og viðskiptavina. Vígsluathöfnin hófst með ávarpi frá forstjóra Hampiðjunnar, Hirti Erlendssyni, við inngang nýja hússins.

Auka þjónustu við danskan sjávarútveg

Hjörtur Erlendsson, forstjóri Hampiðjunnar, segir uppbyggingu Cosmos Trawl í Skagen stórt skref fram á við og endurspegli þann vilja Hampiðjunnar að auka þjónustu við sjávarútveginn í Danmörku sem hefur þróast hratt og mikið á undanförnum áratugum.

„Skipaflotinn, sérstaklega í uppsjávarveiðum, er með ein stærstu og fullkomnustu skipin í heiminum og til að sinna þessum öflugu skipum þurfum við stórt og mikið netaverkstæði búið besta mögulega tækjabúnaði til að sinna veiðarfærum þeirra sem verða sífellt fullkomnari með nýjum efnum og skilvirkari hönnun.“

Brigit S. Hansen borgarstjóri steig næst á stokk og í ræðu sinni lagði hún áherslu á mikilvægi nýju aðstöðunnar fyrir nærsamfélagið og sjávarútveginn í Danmörku.

Birgit S. Hansen borgarstjóri Frederikshavn, Hjörtur Erlendsson forstjóri Hampiðjunnar og Michael Lassen, framkvæmdastjóri Cosmos Trawl í Skagen, opna nýja netaverkstæðið formlega með því að klippa á borða.
Birgit S. Hansen borgarstjóri Frederikshavn, Hjörtur Erlendsson forstjóri Hampiðjunnar og Michael Lassen, framkvæmdastjóri Cosmos Trawl í Skagen, opna nýja netaverkstæðið formlega með því að klippa á borða.

Að loknum orðum borgarstjórans tók Michael Lassen, framkvæmdastjóri Cosmos Trawl, til orða og sagði hann bygginguna, sem er um 5.000 fm, vera sérstaklega hannaða til að auka getu fyrirtækisins til að þjónusta viðskiptavini. „Nýja netaverkstæðið er mikilvæg fjárfesting fyrir okkur,“ sagði Michael Lassen. „Það gerir okkur kleift að taka á móti stærri veiðarfærum, bætir vinnuaðstöðu og eykur skilvirkni. Því styður það vel við framtíðaráætlanir okkar um aukin umsvif í Skagen og víðar í Danmörku.“

Góð staðsetning

Eftir ræðuhöldin opnuðu Hjörtur Erlendsson, Michael Lassen og Birgit S. Hansen nýja netaverkstæðið formlega með því að klippa á borða. Gestum var síðan boðin leiðsögn um húsið þar sem þeir fengu kynningu á eiginleikum þess og búnaði, þ.m.t. sex stórum flottrollstromlum á gólfinu og blökkum og krönum í lofti þess. Allur þessi búnaður flýtir fyrir framleiðslu og viðgerðum á trollum og trollpokum og felur í sér mikla hagræðingu í vinnulagi. Nýja netaverkstæðið er einnig afar vel staðsett við hafnarbakkann í Skagen sem gerir það kleift að spóla flottrollum beint í og úr skipum sem liggja við bryggjuna. Það einfaldar allt framleiðsluferlið og auðveldar viðgerðir á veiðarfærum.

Vígslan markar tímamót fyrir Cosmos Trawl A/S þar sem fyrirtækið styrkir starfsemi sína í Danmörku og á Evrópumarkaði almennt. Með nýjustu tækni og einstakri staðsetningu er það nú í sterkri stöðu til að auka þjónustuframboð sitt, straumlínulaga framleiðsluferla og mæta betur þörfum viðskiptavina. Sú auka þjónustugeta sem nýja byggingin hefur í för með sér á eftir að styðja vel við sjávarútveg í Danmörku en Skagen er ein af stærstu uppsjávarhöfnum í Evrópu.

Nýtt netaverkstæði Cosmos Trawl, dótturfyrirtækis Hampiðjunnar, var formlega vígt í dag í Skagen í Danmörku. Byggingin markar tímamót í starfsemi fyrirtækisins en með henni eykst möguleiki á að fara yfir og gera við mörg flottroll samtímis þegar trollviðgerðarbrautunum fjölgar úr tveim í fjórar og vandaður tækjabúnaður, blakkir og tromlur, léttir vinnuna og flýtir fyrir viðgerðum svo um munar.

Viðstaddir vígsluna voru fjölmargir heiðursgestir, þar á meðal Birgit S. Hansen, borgarstjóri í Frederikshavn, stjórnarmenn Hampiðjunnar, auk fjölda birgja og viðskiptavina. Vígsluathöfnin hófst með ávarpi frá forstjóra Hampiðjunnar, Hirti Erlendssyni, við inngang nýja hússins.

Auka þjónustu við danskan sjávarútveg

Hjörtur Erlendsson, forstjóri Hampiðjunnar, segir uppbyggingu Cosmos Trawl í Skagen stórt skref fram á við og endurspegli þann vilja Hampiðjunnar að auka þjónustu við sjávarútveginn í Danmörku sem hefur þróast hratt og mikið á undanförnum áratugum.

„Skipaflotinn, sérstaklega í uppsjávarveiðum, er með ein stærstu og fullkomnustu skipin í heiminum og til að sinna þessum öflugu skipum þurfum við stórt og mikið netaverkstæði búið besta mögulega tækjabúnaði til að sinna veiðarfærum þeirra sem verða sífellt fullkomnari með nýjum efnum og skilvirkari hönnun.“

Brigit S. Hansen borgarstjóri steig næst á stokk og í ræðu sinni lagði hún áherslu á mikilvægi nýju aðstöðunnar fyrir nærsamfélagið og sjávarútveginn í Danmörku.

Birgit S. Hansen borgarstjóri Frederikshavn, Hjörtur Erlendsson forstjóri Hampiðjunnar og Michael Lassen, framkvæmdastjóri Cosmos Trawl í Skagen, opna nýja netaverkstæðið formlega með því að klippa á borða.
Birgit S. Hansen borgarstjóri Frederikshavn, Hjörtur Erlendsson forstjóri Hampiðjunnar og Michael Lassen, framkvæmdastjóri Cosmos Trawl í Skagen, opna nýja netaverkstæðið formlega með því að klippa á borða.

Að loknum orðum borgarstjórans tók Michael Lassen, framkvæmdastjóri Cosmos Trawl, til orða og sagði hann bygginguna, sem er um 5.000 fm, vera sérstaklega hannaða til að auka getu fyrirtækisins til að þjónusta viðskiptavini. „Nýja netaverkstæðið er mikilvæg fjárfesting fyrir okkur,“ sagði Michael Lassen. „Það gerir okkur kleift að taka á móti stærri veiðarfærum, bætir vinnuaðstöðu og eykur skilvirkni. Því styður það vel við framtíðaráætlanir okkar um aukin umsvif í Skagen og víðar í Danmörku.“

Góð staðsetning

Eftir ræðuhöldin opnuðu Hjörtur Erlendsson, Michael Lassen og Birgit S. Hansen nýja netaverkstæðið formlega með því að klippa á borða. Gestum var síðan boðin leiðsögn um húsið þar sem þeir fengu kynningu á eiginleikum þess og búnaði, þ.m.t. sex stórum flottrollstromlum á gólfinu og blökkum og krönum í lofti þess. Allur þessi búnaður flýtir fyrir framleiðslu og viðgerðum á trollum og trollpokum og felur í sér mikla hagræðingu í vinnulagi. Nýja netaverkstæðið er einnig afar vel staðsett við hafnarbakkann í Skagen sem gerir það kleift að spóla flottrollum beint í og úr skipum sem liggja við bryggjuna. Það einfaldar allt framleiðsluferlið og auðveldar viðgerðir á veiðarfærum.

Vígslan markar tímamót fyrir Cosmos Trawl A/S þar sem fyrirtækið styrkir starfsemi sína í Danmörku og á Evrópumarkaði almennt. Með nýjustu tækni og einstakri staðsetningu er það nú í sterkri stöðu til að auka þjónustuframboð sitt, straumlínulaga framleiðsluferla og mæta betur þörfum viðskiptavina. Sú auka þjónustugeta sem nýja byggingin hefur í för með sér á eftir að styðja vel við sjávarútveg í Danmörku en Skagen er ein af stærstu uppsjávarhöfnum í Evrópu.