Makrílvinnsla gengur vel í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað að því er segir á vefsíðu fyrirtækisins. Lokið var við að landa 770 tonnum úr Barða NK í morgun og Beitir NK kemur í dag með 1.000 tonn.

„Við erum núna að koma með mjög fallegan fisk. Megnið af aflanum fékkst í gær og voru skipin í samstarfinu að fá ágæt hol en einungis var dregið í þrjá til sex tíma. Fiskurinn er stór eða yfir 600 grömm að meðalþyngd og í honum er lítil áta. Hér er örugglega um að ræða úrvalshráefni fyrir vinnsluna,“ er haft eftir Sigurður Valgeiri Jóhannessyni skipstjóra sem segir veiðin að undanförnu þó hafa verið töluvert hark.

Fallegt að sjá síldartorfur á Glettinganesflakinu

„Oft finnst enginn fiskur en síðan birtist hann í litlum blettum og þá kemur veiðiskot. Þetta snýst um að vera á réttum stað á réttum tíma. Það er eitt sem við makrílsjómenn getum ekki kvartað yfir og það er veðrið. Það hefur verið gott veður á miðunum í nánast allt sumar. Síðan er það athyglisvert að nánast öll veiðin hefur átt sér stað innan íslenskrar lögsögu. Það er jákvætt og allt annað en spáð var áður en vertíðin hófst. Svo rætt sé um allt annað þá verðum við varir við töluvert af síld hér austur af landinu. Á landleiðinni núna fórum við yfir góðar síldartorfur á Glettinganesflakinu og það er fallegt að sjá,” segir Sigurður Valgeir í samtali á svn.is.

Makrílvinnsla gengur vel í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað að því er segir á vefsíðu fyrirtækisins. Lokið var við að landa 770 tonnum úr Barða NK í morgun og Beitir NK kemur í dag með 1.000 tonn.

„Við erum núna að koma með mjög fallegan fisk. Megnið af aflanum fékkst í gær og voru skipin í samstarfinu að fá ágæt hol en einungis var dregið í þrjá til sex tíma. Fiskurinn er stór eða yfir 600 grömm að meðalþyngd og í honum er lítil áta. Hér er örugglega um að ræða úrvalshráefni fyrir vinnsluna,“ er haft eftir Sigurður Valgeiri Jóhannessyni skipstjóra sem segir veiðin að undanförnu þó hafa verið töluvert hark.

Fallegt að sjá síldartorfur á Glettinganesflakinu

„Oft finnst enginn fiskur en síðan birtist hann í litlum blettum og þá kemur veiðiskot. Þetta snýst um að vera á réttum stað á réttum tíma. Það er eitt sem við makrílsjómenn getum ekki kvartað yfir og það er veðrið. Það hefur verið gott veður á miðunum í nánast allt sumar. Síðan er það athyglisvert að nánast öll veiðin hefur átt sér stað innan íslenskrar lögsögu. Það er jákvætt og allt annað en spáð var áður en vertíðin hófst. Svo rætt sé um allt annað þá verðum við varir við töluvert af síld hér austur af landinu. Á landleiðinni núna fórum við yfir góðar síldartorfur á Glettinganesflakinu og það er fallegt að sjá,” segir Sigurður Valgeir í samtali á svn.is.