Ísfisktogarinn Bergur VE landaði nánast fullfermi í Eyjum á sunnudaginn var. Aflinn var að mestu karfi. Þetta kemur fram á vef Síldarvinnslunnar þar sem rætt var við Jón Valgeirsson skipstjóra.

„Nú var það karfi, nánast ekkert nema karfi. Við byrjuðum á að veiða djúpkarfa í Grindavíkurdýpinu og síðan var haldið í Skerjadýpið þar sem fékkst grunnkarfi. Þar stoppuðum við stutt. Þá lá leiðin á Stuttagrunn við Eldeyna og þar fékkst gullkarfi. Aflinn var nánast eingöngu karfi, fáeinir ufsatittir í þessu,“ er haft eftir Jóni.

Strax eftir löndun fór Bergur út aftur og var þá haldið beint austur á Ingólfshöfða að sögn Jóns sem rætt var við í gær.

„Þar var góð þorskveiði í byrjun en svo datt botninn úr veiðinni. Núna, þegar ég er að tala við þig, erum við á fullri ferð á leiðinni á Papagrunn fyrir austan. Þar hefur verið góð ýsuveiði að undanförnu og fengist þorskur og smávegis ufsi með. Það virðast hins vegar engin skip vera á Papagrunni núna. Kannski eru þau að flýja ýsuna sem þar heldur sig,“ sagði Jón við tíðindamann Síldarvinnslunnar.

Ísfisktogarinn Bergur VE landaði nánast fullfermi í Eyjum á sunnudaginn var. Aflinn var að mestu karfi. Þetta kemur fram á vef Síldarvinnslunnar þar sem rætt var við Jón Valgeirsson skipstjóra.

„Nú var það karfi, nánast ekkert nema karfi. Við byrjuðum á að veiða djúpkarfa í Grindavíkurdýpinu og síðan var haldið í Skerjadýpið þar sem fékkst grunnkarfi. Þar stoppuðum við stutt. Þá lá leiðin á Stuttagrunn við Eldeyna og þar fékkst gullkarfi. Aflinn var nánast eingöngu karfi, fáeinir ufsatittir í þessu,“ er haft eftir Jóni.

Strax eftir löndun fór Bergur út aftur og var þá haldið beint austur á Ingólfshöfða að sögn Jóns sem rætt var við í gær.

„Þar var góð þorskveiði í byrjun en svo datt botninn úr veiðinni. Núna, þegar ég er að tala við þig, erum við á fullri ferð á leiðinni á Papagrunn fyrir austan. Þar hefur verið góð ýsuveiði að undanförnu og fengist þorskur og smávegis ufsi með. Það virðast hins vegar engin skip vera á Papagrunni núna. Kannski eru þau að flýja ýsuna sem þar heldur sig,“ sagði Jón við tíðindamann Síldarvinnslunnar.