Yfir þrettán hundruð manns voru í bráðum lífsháska þegar skemmtiferðaskipið Viking Sky missi vélarafl í Hustadsvika í Romsdal í mars 2019. Norska ríkisútvarpið segir frá þessu.

Rannsóknarnefnd sem nú hefur skilað af sér skýrslu um málið segir að Viking Sky hafi aldrei átt að hafa látið úr höfn í Tromsö þennan dag vegna bilunar í öðru vélarrúm skipsins sem þá lá fyrir.

Viking Sky missti afl á öllum vélum í slæmu veðri. Segir rannsóknarnefndin að aðeins hafi munað sekúndum að skipið hafi strandað. Allir 915 farþegarnir og 458 manna áhöfn sömuleiðis, samtals 1.373 sálir, hafi verið í lífshættu áður en það hafi náðst að endurræsa vélarnar.

Ekki hægt að nota björgunarbáta vegna óveðursins

Fram kemur að stór sveit af björgunarþyrlum hafi verið ræst út því veðurhamurinn hafi komið í veg fyrir að hægt væri að skjóta út björgunarbátum Viking Sky.

Um hefði getað orðið að ræða eitt af verstu sjóslysum síðari tíma að sögn rannsóknarnefndarinnar sem skipuð var sérfræðingum frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Ástralíu, Ítalíu og Noregi.

Vegna fyrrnefndrar vélarbilunar sem þegar lá fyrir áður en skemmtiferðaskipið lét úr höfn í Tromsö og miðað við veðurskilyrðin segir rannsóknarnefndin það hafa verið andstætt öryggisreglum að hafa yfirhöfuð látið úr höfn.

Yfir þrettán hundruð manns voru í bráðum lífsháska þegar skemmtiferðaskipið Viking Sky missi vélarafl í Hustadsvika í Romsdal í mars 2019. Norska ríkisútvarpið segir frá þessu.

Rannsóknarnefnd sem nú hefur skilað af sér skýrslu um málið segir að Viking Sky hafi aldrei átt að hafa látið úr höfn í Tromsö þennan dag vegna bilunar í öðru vélarrúm skipsins sem þá lá fyrir.

Viking Sky missti afl á öllum vélum í slæmu veðri. Segir rannsóknarnefndin að aðeins hafi munað sekúndum að skipið hafi strandað. Allir 915 farþegarnir og 458 manna áhöfn sömuleiðis, samtals 1.373 sálir, hafi verið í lífshættu áður en það hafi náðst að endurræsa vélarnar.

Ekki hægt að nota björgunarbáta vegna óveðursins

Fram kemur að stór sveit af björgunarþyrlum hafi verið ræst út því veðurhamurinn hafi komið í veg fyrir að hægt væri að skjóta út björgunarbátum Viking Sky.

Um hefði getað orðið að ræða eitt af verstu sjóslysum síðari tíma að sögn rannsóknarnefndarinnar sem skipuð var sérfræðingum frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Ástralíu, Ítalíu og Noregi.

Vegna fyrrnefndrar vélarbilunar sem þegar lá fyrir áður en skemmtiferðaskipið lét úr höfn í Tromsö og miðað við veðurskilyrðin segir rannsóknarnefndin það hafa verið andstætt öryggisreglum að hafa yfirhöfuð látið úr höfn.