Fiskiðjuverið í Neskaupstað tók á móti rúmlega 58.000 tonnum af fiski á síðasta ári. Þar af var síld 36.772 tonn, makríll 19.886 tonn og loðna 1.698 tonn. Loðnan kom öll frá norskum skipum.

Fiskimjölsverksmiðjurnar í Neskaupstað og á Seyðisfirði tóku samtals á móti 177.700 tonnum. Verksmiðjan í Neskaupstað tók á móti 125.714 tonnum og verksmiðjan á Seyðisfirði 52.000 tonnum. Allur afli sem barst til verksmiðjunnar á Seyðisfirði var kolmunni en verksmiðjan í Neskaupstað tók á móti 93.058 tonnum af kolmunna, 12.964 tonnum af makríl, 18.383 tonnum af síld, 114 tonnum af loðnu og 1.195 tonnum af ýmsum meðafla. Tekið skal fram að engum makríl og engri síld var landað beint í fiskimjölsverksmiðjuna í Neskaupstað heldur kom það hráefni frá fiskiðjuverinu og var einungis fiskur sem flokkaðist frá við manneldisvinnsluna og afskurður.

7.300 tonn af saltfiski

Alls var saltfiskur unninn úr tæplega 7.300 tonnum hjá Vísi og var hráefnið þorskur, langa, keila og ufsi. Unnið var úr tæplega 5.300 tonnum í salthúsinu í Grindavík og úr 2.000 tonnum í Helguvík en þar var saltað á meðan ekki var unnt að halda úti starfsemi í Grindavík. Vinnslan í Helguvík fór fram á tímabilinu febrúar-maí. Í frystihúsi Vísis var starfsemin mjög slitrótt á árinu vegna náttúruhamfaranna en tekið var á móti 4.300 tonnum til frystingar.