Þótt togbátar Gjögurs, Áskell ÞH 48 og Vörður ÞH 44, landi ekki afla sínum á Grenivík fer þar fram umfangsmikil vinnsla á þorski árið um kring. Megnið af aflanum er unnið í ferskan fisk og vinnslan er hátæknivædd og einkar skilvirk. Í næsta mánuði er von á nýju uppsjávarskipi Gjögurs, Hákoni ÞH.

Landvinnsla Gjögurs á Grenivík hefur verið starfrækt síðan 2010 og þar starfa um 30 manns við fullvinnslu bolfisks fyrir erlenda viðskiptavini Gjögurs hf. Landvinnslan er burðarásinn í atvinnulífi staðarins. Útgerðarfélagið Gjögur var hins vegar stofnað árið 1946 og á sér langa og góða sögu.

Stjórnandi vinnslunnar er Ægir Jóhannsson. Hann er Grenvíkingur en býr á Akureyri og ekur alla daga til vinnu, tæpa 80 km fram og til baka. Ægir hefur starfað hjá Gjögri frá því að vinnslan var opnuð 2010. Hann segir það gæfu landvinnslunnar að eigendur félagsins hafi haft metnað fyrir því að nútímavæða hana sem og flotann.

„Vörður og Áskell komu nýir fyrir fjórum árum og eru búnir meðal annars myndavélakerfi sem tegunda- og stærðarflokkar fiskinn úti á sjó. Við erum að vanda okkur alveg frá veiðum til vinnslu og afhendingu á vörunni. Það er passað upp á að ekki komi of mikið í hverju holi og nú landar enginn lengur á föstudögum. Frekar er farið á sjó á fimmtudegi og landað á sunnudegi þannig að hráefnið sé ferskt í byrjun næstu vinnuviku. Þessi ríka áhersla á meðferð aflans hefur leitt til þess að við höfum haft orð á okkur að vera með mikil gæði,“ segir Ægir. Lengra viðtal er við hann í tímariti Fiskifrétta sem er aðgengilegt áskrifendum blaðsins.

Þótt togbátar Gjögurs, Áskell ÞH 48 og Vörður ÞH 44, landi ekki afla sínum á Grenivík fer þar fram umfangsmikil vinnsla á þorski árið um kring. Megnið af aflanum er unnið í ferskan fisk og vinnslan er hátæknivædd og einkar skilvirk. Í næsta mánuði er von á nýju uppsjávarskipi Gjögurs, Hákoni ÞH.

Landvinnsla Gjögurs á Grenivík hefur verið starfrækt síðan 2010 og þar starfa um 30 manns við fullvinnslu bolfisks fyrir erlenda viðskiptavini Gjögurs hf. Landvinnslan er burðarásinn í atvinnulífi staðarins. Útgerðarfélagið Gjögur var hins vegar stofnað árið 1946 og á sér langa og góða sögu.

Stjórnandi vinnslunnar er Ægir Jóhannsson. Hann er Grenvíkingur en býr á Akureyri og ekur alla daga til vinnu, tæpa 80 km fram og til baka. Ægir hefur starfað hjá Gjögri frá því að vinnslan var opnuð 2010. Hann segir það gæfu landvinnslunnar að eigendur félagsins hafi haft metnað fyrir því að nútímavæða hana sem og flotann.

„Vörður og Áskell komu nýir fyrir fjórum árum og eru búnir meðal annars myndavélakerfi sem tegunda- og stærðarflokkar fiskinn úti á sjó. Við erum að vanda okkur alveg frá veiðum til vinnslu og afhendingu á vörunni. Það er passað upp á að ekki komi of mikið í hverju holi og nú landar enginn lengur á föstudögum. Frekar er farið á sjó á fimmtudegi og landað á sunnudegi þannig að hráefnið sé ferskt í byrjun næstu vinnuviku. Þessi ríka áhersla á meðferð aflans hefur leitt til þess að við höfum haft orð á okkur að vera með mikil gæði,“ segir Ægir. Lengra viðtal er við hann í tímariti Fiskifrétta sem er aðgengilegt áskrifendum blaðsins.