„Það eru fáar þjóðir í heiminum í jafn góðri stöðu og Norðurlöndin til að taka stór skref í átt að orkuskiptum í sjávarútvegi, en það eru jafnframt risastórar áskoranir í vegi þess að svo geti orðið,“ segir á vef Matís þar sem sagt er frá útkomu nýrra skýrslu á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar.
„Tæknilegar áskoranir, ófullnægjandi innviðir, hamlandi regluverk, hár kostnaður og vöntun á fjárhagslegum hvötum, brotakennd gagnasöfnun og aðgengi að gögnum eru á meðal þeirra þátta sem standa hvað helst í vegi frekari innleiðingar á lausnum er stuðla að orkuskiptum í sjávarútvegi,“ segir á matis.is.
Skýrsluna, sem fjallar um stöðu, þróun, tækifæri, áskoranir og framtíðarhorfur á sviði orkuskipta á Norðurlöndunum, má nálgast hér.