Síldarvinnsluskipin þrjú, Barði NK, Beitir NK og Börkur NK, eru hætt makrílveiðum. Síðustu daga hefur makríl verið leitað bæði í Smugunni og íslenskri lögsögu með hverfandi árangri. Nú munu skipin snúa sér að veiðum á norsk-íslenskri síld austur af landinu en vart hefur orðið við vænar síldartorfur þar að undanförnu.

Fyrsti síldarfarmurinn barst til Neskaupstaðaraðfaranótt laugardags og hófst síldarvinnsla í fiskiðjuverinu á laugardagsmorgun. Það var Hákon EA sem kom með fyrsta síldarfarminn.

Arnþór Pétursson skipstjóri segir í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar að veiðar hafi gengið vel. Aflinn var um 700 tonn og fékkst í fjórum holum.

Frá 50 upp í 290 tonn í holi

„Við vorum með frá 50 tonnum og upp í 290 tonn í holi en togað var í tvo til sex tíma. Aflann fengum við á Glettinganesgrunni og í Seyðisfjarðardýpinu. Það er ekki langt að sækja síldina en þegar veiðunum lauk áttum við 22 mílur í Norðfjarðarhornið. Við leituðum ekkert en höfðum fréttir af síld þarna og reyndar hafa fréttir af síldartorfum borist víða að. Torfurnar, á svæðinu sem við veiddum á, voru ekki stórar en það var þægilegt að eiga við þetta alveg fram í lokin en þá brast á bölvuð bræla. Síldin sem þarna fékkst er um 370 grömm og hentar örugglega vel til vinnslu. Ég er bjartsýnn á góða síldarvertíð.“

Arnþór minntist á að nýr Hákon, sem hefur verið í smíðum hjá Karstensens skipasmíðastöðinni í Danmörku, verði líklega afhentur í október. „Það verður svo sannarlega spennandi að veiða á þetta nýja og glæsilega skip,“ segir Arnþór.

Í kjölfar Hákonar kom Börkur NK á sunnudag með 480 tonn af síld og um 260 tonn af makríl. Vinnsla á makrílnum hófst strax og löndun úr Hákoni lauk og síðan hófst vinnsla á síldinni í kjölfarið. Hjörvar Hjálmarsson, skipstjóri á Berki, segir að það sé síld víða austur af landinu en hún eigi eftir að þétta sig. Börkur fékk síldina í Seyðisfjarðardýpinu og það var bræla allan tímann sem veitt var.

Síldarvinnsluskipin þrjú, Barði NK, Beitir NK og Börkur NK, eru hætt makrílveiðum. Síðustu daga hefur makríl verið leitað bæði í Smugunni og íslenskri lögsögu með hverfandi árangri. Nú munu skipin snúa sér að veiðum á norsk-íslenskri síld austur af landinu en vart hefur orðið við vænar síldartorfur þar að undanförnu.

Fyrsti síldarfarmurinn barst til Neskaupstaðaraðfaranótt laugardags og hófst síldarvinnsla í fiskiðjuverinu á laugardagsmorgun. Það var Hákon EA sem kom með fyrsta síldarfarminn.

Arnþór Pétursson skipstjóri segir í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar að veiðar hafi gengið vel. Aflinn var um 700 tonn og fékkst í fjórum holum.

Frá 50 upp í 290 tonn í holi

„Við vorum með frá 50 tonnum og upp í 290 tonn í holi en togað var í tvo til sex tíma. Aflann fengum við á Glettinganesgrunni og í Seyðisfjarðardýpinu. Það er ekki langt að sækja síldina en þegar veiðunum lauk áttum við 22 mílur í Norðfjarðarhornið. Við leituðum ekkert en höfðum fréttir af síld þarna og reyndar hafa fréttir af síldartorfum borist víða að. Torfurnar, á svæðinu sem við veiddum á, voru ekki stórar en það var þægilegt að eiga við þetta alveg fram í lokin en þá brast á bölvuð bræla. Síldin sem þarna fékkst er um 370 grömm og hentar örugglega vel til vinnslu. Ég er bjartsýnn á góða síldarvertíð.“

Arnþór minntist á að nýr Hákon, sem hefur verið í smíðum hjá Karstensens skipasmíðastöðinni í Danmörku, verði líklega afhentur í október. „Það verður svo sannarlega spennandi að veiða á þetta nýja og glæsilega skip,“ segir Arnþór.

Í kjölfar Hákonar kom Börkur NK á sunnudag með 480 tonn af síld og um 260 tonn af makríl. Vinnsla á makrílnum hófst strax og löndun úr Hákoni lauk og síðan hófst vinnsla á síldinni í kjölfarið. Hjörvar Hjálmarsson, skipstjóri á Berki, segir að það sé síld víða austur af landinu en hún eigi eftir að þétta sig. Börkur fékk síldina í Seyðisfjarðardýpinu og það var bræla allan tímann sem veitt var.