Erfitt hefur verið að fylgjast með ólöglegum veiðum víða um heim, enda leika skipstjórar og útgerðir gjarnan þann leik að slökkva á staðsetningarbúnaði þegar haldið er til slíkra veiða.

Hópur vísinda- og fræðimanna í Bandaríkjunum hefur unnið að því að varpa ljósi á slíkar veiðar og birti niðurstöður sínar í byrjun nóvember í tímaritinu Science Advances.

Þeir lögðust yfir upplýsingar frá staðsetningarbúnaði skipa um heim allan á árunum 2017 til 2019 og skoðuðu sérstaklega ferðir skipa sem komin voru 50 sjómílur frá strönd. Alls greindu þeir 28 milljarða merkja og fundu meira en 55.000 dæmi um að slökkt hafi verið á staðsetningarbúnaði. Upplýsingarnar gerðu þeim kleift að greina hvar skipin voru stödd þegar slöggt var á búnaðinum, hvaðan þau voru gerð út og á hvaða veiðum þau voru.

Sex prósent

Í ljós kom að oftast var slökkt á búnaðinum í grennd við gjöful fiskimið þar sem eftirlit er bágborið og mörk fiskveiðilögsagnarumdæma umdeild. Einmitt þar er hættan mest á ólöglegum, óskráðum og eftirlitslausum veiðum. Alls reiknaðist þeim til að umfangið nemi um 6% af siglingartíma fiskiskipa.

„Þetta er í fyrsta sinn sem vísindamönnum hefur tekist að mæla á heimsvísu umfang og tíðni þess þegar slökkt er á staðsetningarbúnaði og draga af því ályktanir um það hvað skip gera þegar þau hverfa inn í „myrkrið“,“ segir James Landon, framkvæmdastjóri eftirlitsstofu bandarísku Haf- og loftslagsstofnunarinnar, NOAA, sem styrkti rannsóknina.

„Þetta gefur okkur mikilvæga innsýn í hegðun skipa innan efnahagslögu ríkja og á úthöfunum.“

Erfitt hefur verið að fylgjast með ólöglegum veiðum víða um heim, enda leika skipstjórar og útgerðir gjarnan þann leik að slökkva á staðsetningarbúnaði þegar haldið er til slíkra veiða.

Hópur vísinda- og fræðimanna í Bandaríkjunum hefur unnið að því að varpa ljósi á slíkar veiðar og birti niðurstöður sínar í byrjun nóvember í tímaritinu Science Advances.

Þeir lögðust yfir upplýsingar frá staðsetningarbúnaði skipa um heim allan á árunum 2017 til 2019 og skoðuðu sérstaklega ferðir skipa sem komin voru 50 sjómílur frá strönd. Alls greindu þeir 28 milljarða merkja og fundu meira en 55.000 dæmi um að slökkt hafi verið á staðsetningarbúnaði. Upplýsingarnar gerðu þeim kleift að greina hvar skipin voru stödd þegar slöggt var á búnaðinum, hvaðan þau voru gerð út og á hvaða veiðum þau voru.

Sex prósent

Í ljós kom að oftast var slökkt á búnaðinum í grennd við gjöful fiskimið þar sem eftirlit er bágborið og mörk fiskveiðilögsagnarumdæma umdeild. Einmitt þar er hættan mest á ólöglegum, óskráðum og eftirlitslausum veiðum. Alls reiknaðist þeim til að umfangið nemi um 6% af siglingartíma fiskiskipa.

„Þetta er í fyrsta sinn sem vísindamönnum hefur tekist að mæla á heimsvísu umfang og tíðni þess þegar slökkt er á staðsetningarbúnaði og draga af því ályktanir um það hvað skip gera þegar þau hverfa inn í „myrkrið“,“ segir James Landon, framkvæmdastjóri eftirlitsstofu bandarísku Haf- og loftslagsstofnunarinnar, NOAA, sem styrkti rannsóknina.

„Þetta gefur okkur mikilvæga innsýn í hegðun skipa innan efnahagslögu ríkja og á úthöfunum.“