Lista er stærsta skip sem nokkru sinni hefur siglt inn í Þorlákshöfn. Smyril Line hefur nýlega tekið það í notkun til þjónustu á siglingaleiðinni Rotterdam, Þórshöfn og Þorlákshöfn. Lista var byggt árið 2011 í skipasmíðastöðinni Staalskibsværft A/S í Óðinsvéum í Danmörku. Skipið er 193 m langt og 26 m breitt.