Arnarlax hefur ráðið Lindu Gunnlaugsdóttur í starf sölustjóra fyrirtækisins og hefur hún störf í dag. Linda tekur við af Kjersti Haugen, sem er flutt aftur til Noregs.

Söludeildin er í Reykjavík og annast sölu á afurðum Arnarlax og flutningi eldislaxsins á erlendan markað. Þar starfa 6-7 manns.

Linda Gunnlaugsdóttir var áður framkvæmdastjóri hjá Smyril Line og starfaði síðast hjá Bacco Seaproducts.