Samið hefur verið við Elvar Þór Antonsson á Dalvík um að smíða líkan af Húna II. Líkanið verður tilbúið fyrir mitt næsta ár og verður afhjúpað 22. júní, þegar 60 ára verða síðan Húni snerti hafflötinn fyrsta sinni framan við Skipasmíðastöð KEA á Oddeyri. Sagt er frá þessu á www.akureyri.net.

Húni II EA 740.
Húni II EA 740.

Húni ll er eini báturinn sem enn er til óbreyttur af þessari gerð á Íslandi og því sannarlega verðugt verkefni að eiga líkan af honum, sagði Sigfús Ólafur Helgason, safnstjóri Iðnaðarsafnsins á Akureyri, þegar hann skrifaði undir samning við Elvar Þór í dag fyrir hönd safnsins.