Hugbúnaðar- og nýsköpunarfyrirtækið LearnCove hlaut í hádeginu hvatningarverðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar 2023 í samstarfi við TM.
Fyrirtækið hefur þróað hugbúnað sem gerir íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum kleift að halda utan um fræðslu, gæðaferli og úttektir í einum hugbúnaði.
Hugbúnaðurinn er með sjálfvirkan tungumálastuðning á 136 tungumálum og er að taka sín fyrstu skref inn á erlendan markað.
LearnCove er dæmi um íslenskt hugvit í sjávarútvegi sem gagnast á öllum stigum virðiskeðjunnar í því skyni að bæta nýtingu sjávarafurða, auka sjálfbærni og styrkja framleiðndi.
Verðlaununum fylgir verðlaunagripurinn Svifaldan og viðurkenningarskjal.