Landaður afli nam tæpum 66 þúsund tonnum í mars sem er 9% meira en í mars 2024. Botnfiskafli jókst um 23% á milli ára og var 48,6 þúsund tonn í mars 2025.
Á tólf mánaða tímabilinu frá apríl 2024 til mars 2025 var heildaraflinn 992 þúsund tonn en var 1.073 þúsund tonn árið áður. Samdrátturinn er að mestu leyti vegna brests á loðnuveiðum árið 2024.