Landaður afli nam rúmum 136 þúsund tonnum í apríl 2025 sem er 12% minna en í apríl á síðasta ári. Botnfiskafli var rúm 42 þúsund tonn og dróst saman um 1%, þar af fór þorskafli úr 19.5 þúsund tonnum í 18,5 þúsund tonn. Uppsjávaraflinn var nær allur kolmunni, 92 þúsund tonn.
Á tólf mánaða tímabili frá maí 2024 til apríl 2025 var landað samtals 974 þúsund tonnum, sem er 12% minni afli en á sama tímabili ári fyrr.