„Nú er norska kolmunnaskipið Harald Johan að landa 1.500 tonnum af kolmunna á Seyðisfirði og Börkur NK kemur með fullfermi, rúm 3.200 tonn, til Neskaupstaðar í fyrramálið.

„Þarna er mikið af fiski og veiðarnar eru stórvarasamar,“ sagði Hjörvar Hjálmarsson, skipstjóri á Berki, í samtali við tíðindamann Síldarvinnslunnar. Þá átti skipið 280 mílur ófarnar til hafnar. Kom fram að kolmunninn veiddist vestur af Írlandi og að um 750 mílna sigling sé á miðin frá Austfjörðum.

Góður afli á skömmum tíma

„Við fengum aflann í 10 holum og það var alltaf stutt dregið eða frá 30 mínútum og upp í tvo tíma. Aflinn í hverju holi var frá 570 tonnum og niður í 400 tonn. Við reyndum að fá um 400 tonn í hverju holi en það gekk ekki alltaf. Við lentum í tjóni vegna þess að of mikið reyndi á veiðarfærin. Þarna eru allt aðrar aðstæður en til dæmis í færeysku lögsögunni. Í færeysku lögsögunni er miklu lengur dregið, þar er oft híft tvisvar á dag en svo gerist það einnig að dregið er í 20 – 30 tíma. Á þessu svæði vestur af Írlandi er einfaldlega meiri fiskur á ferðinni og hægt að fá góðan afla á skömmum tíma, jafnvel svo góðan að veiðarfærunum er ofgert,“ er haft eftir Hjörvari á svn.is.

Beitir NK er einnig að kolmunnaveiðum vestur af Írlandi. Hann er kominn með góðan afla en bíður nú eftir að bræla gangi niður svo unnt sé að halda veiðum áfram eins og kom fram á fiskifrettir.is í gær. Sagt er að gert sé ráð fyrir að veðrið batni á morgun.

„Nú er norska kolmunnaskipið Harald Johan að landa 1.500 tonnum af kolmunna á Seyðisfirði og Börkur NK kemur með fullfermi, rúm 3.200 tonn, til Neskaupstaðar í fyrramálið.

„Þarna er mikið af fiski og veiðarnar eru stórvarasamar,“ sagði Hjörvar Hjálmarsson, skipstjóri á Berki, í samtali við tíðindamann Síldarvinnslunnar. Þá átti skipið 280 mílur ófarnar til hafnar. Kom fram að kolmunninn veiddist vestur af Írlandi og að um 750 mílna sigling sé á miðin frá Austfjörðum.

Góður afli á skömmum tíma

„Við fengum aflann í 10 holum og það var alltaf stutt dregið eða frá 30 mínútum og upp í tvo tíma. Aflinn í hverju holi var frá 570 tonnum og niður í 400 tonn. Við reyndum að fá um 400 tonn í hverju holi en það gekk ekki alltaf. Við lentum í tjóni vegna þess að of mikið reyndi á veiðarfærin. Þarna eru allt aðrar aðstæður en til dæmis í færeysku lögsögunni. Í færeysku lögsögunni er miklu lengur dregið, þar er oft híft tvisvar á dag en svo gerist það einnig að dregið er í 20 – 30 tíma. Á þessu svæði vestur af Írlandi er einfaldlega meiri fiskur á ferðinni og hægt að fá góðan afla á skömmum tíma, jafnvel svo góðan að veiðarfærunum er ofgert,“ er haft eftir Hjörvari á svn.is.

Beitir NK er einnig að kolmunnaveiðum vestur af Írlandi. Hann er kominn með góðan afla en bíður nú eftir að bræla gangi niður svo unnt sé að halda veiðum áfram eins og kom fram á fiskifrettir.is í gær. Sagt er að gert sé ráð fyrir að veðrið batni á morgun.