„Við erum hérna niðri á Rockall-svæðinu í skítabrælu og verðum sennilega ekki komin heim fyrr en á mánudag,“ segir Tómas Kárason, skipstjóri á Beiti NK, sem nú er á kolmunnaveiðum 720 sjómílur suður af Íslandi.

„Við erum komin með um 2.300 tonn og vantar um 700 tonn upp á til að fylla. Við ætlum að taka eina brælu á okkur,“ segir Tómas sem ætlar að bíða af sér veðrið. Það sem síðan standi út af kolmunnakvótanum verði veitt við Ísland eða Færeyjar í haust.

Erfið heimsigling

Systurskipið Börkur NK var einnig á veiðum á svæðinu en er snúinn heim á leið að sögn Tómasar með fullfermi, um það bil þrjú þúsund tonn.

„Það er bara brjálað veður og vont sjólag fyrir skipin sem eru að sigla heim,“ segir Tómas. Rockall-svæðið sé frekar illviðrasamt.

„Lægðirnar ganga hér alveg í röðum yfir. Það verður bræla fram á morgundaginn og svo verður þetta gott,“ segir Tómas um útlitið.

„Við erum hérna niðri á Rockall-svæðinu í skítabrælu og verðum sennilega ekki komin heim fyrr en á mánudag,“ segir Tómas Kárason, skipstjóri á Beiti NK, sem nú er á kolmunnaveiðum 720 sjómílur suður af Íslandi.

„Við erum komin með um 2.300 tonn og vantar um 700 tonn upp á til að fylla. Við ætlum að taka eina brælu á okkur,“ segir Tómas sem ætlar að bíða af sér veðrið. Það sem síðan standi út af kolmunnakvótanum verði veitt við Ísland eða Færeyjar í haust.

Erfið heimsigling

Systurskipið Börkur NK var einnig á veiðum á svæðinu en er snúinn heim á leið að sögn Tómasar með fullfermi, um það bil þrjú þúsund tonn.

„Það er bara brjálað veður og vont sjólag fyrir skipin sem eru að sigla heim,“ segir Tómas. Rockall-svæðið sé frekar illviðrasamt.

„Lægðirnar ganga hér alveg í röðum yfir. Það verður bræla fram á morgundaginn og svo verður þetta gott,“ segir Tómas um útlitið.