Vísistogarinn Jóhanna Gíslasóttir GK landaði á Grundarfirði sl. þriðjudag að afloknum fyrsta túr ársins. Aflinn var 66 tonn. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við Einar Ólaf Ágústsson skipstjóra og spurði fyrst hvernig gengið hefði að veiða.

„Þetta var fjögurra daga túr og við vorum að veiðum í um það bil þrjá sólarhringa. Við byrjuðum í kantinum norðan við Víkurál en þar var lítið að hafa. Síðan var dregið norður kantinn allt norður á Kögurgrunn og þar fengum við ágætan afla. Þetta var góð blanda af þorski og ýsu og virkilega góður fiskur. Veður var ágætt allan túrinn og yfir fáu að kvarta. Eftir að löndun lauk á Grundarfirði var strax haldið til veiða á ný. Þá byrjuðum við á Strandagrunni í rólegri veiði en síðan færðum við okkur í Djúpálinn beint út af Ísafjarðardjúpi,” sagði Einar Ólafur.