Sjávarafli allra ríkja heimsins var tæplega 81 milljón tonn árið 2022 samkvæmt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) sem er örlítill samdráttur frá fyrra ári. Mest var veitt af perúansjósu, alaskaufsa og randatúnfisk en á meðal tíu mest veiddu tegunda voru síld, makríll og þorskur sem eru þekktar tegundir á Íslandsmiðum. Aflamestu ríki heims voru Kína, Indónesía og Perú en Ísland er í fjórtánda sæti yfir aflahæstu ríki ársins.