Geir Zoëga, skipstjóri á grænlenska togaranum Polar Amaroq, segir misjafnt milli ára og skipa hvað áhafnir geri í tilefni jólanna.

„Hjá okkur eru margir frá Grænlandi og það er alltaf stress að koma mönnum heim ef við erum í jólafríi,“ segir Geir í löngu viðtali í jólablaði Fiskifrétta sem hér er gripið niður í. Stundum komast menn ekki heim um jólin segir Geir. Hann hefur starfað fyrir útgerðina í Grænlandi frá árinu 2009.

„Við höfum verið á sjó tvenn eða þrenn jól á þessum árum.  „Við vorum á kolmunna 2016 og svo vorum við á loðnu 2020. Þá veiddum 3.800 tonn milli jóla og nýárs og vorum einir af þeim fáu sem kláruðu kvótann. Ef við hefðum ekki farið um jólin þá hefðum við ekki gert það.“

Hlusta uppáklæddir á jólamessuna

Aðspurður segir Geir það vera í lagi þótt hann sé úti á sjó um jólin  og fjölskyldan í landi. „Maður hringir bara heim. Ég tek þetta ekki mikið inn á mig.“

Á aðfangadagskvöld til sjós segir Geir kokkinn vera með hátíðarmat. „Menn klæða sig upp og við hlustum á messu klukkan sex. Svo er þetta bara eins og aðrir dagar.“

Þá var hlegið

Í eitt skipti var bras á hlutunum hjá Geir og áhöfn hans á aðfangadagskvöld.

„Með okkur var ungur annar stýrimaður sem var skemmtilegur strákur og orðheppinn. Hann er sonur hans Tómasar Kárasonar á Beiti. Það er nú oft sagt að það séu ekki alltaf jólin á þessu, segir hann. En erum við ekki bara að tala um að það séu jól á þessu núna? spurði hann. Þá var hlegið,“ segir Geir.

Geir Zoëga, skipstjóri á grænlenska togaranum Polar Amaroq, segir misjafnt milli ára og skipa hvað áhafnir geri í tilefni jólanna.

„Hjá okkur eru margir frá Grænlandi og það er alltaf stress að koma mönnum heim ef við erum í jólafríi,“ segir Geir í löngu viðtali í jólablaði Fiskifrétta sem hér er gripið niður í. Stundum komast menn ekki heim um jólin segir Geir. Hann hefur starfað fyrir útgerðina í Grænlandi frá árinu 2009.

„Við höfum verið á sjó tvenn eða þrenn jól á þessum árum.  „Við vorum á kolmunna 2016 og svo vorum við á loðnu 2020. Þá veiddum 3.800 tonn milli jóla og nýárs og vorum einir af þeim fáu sem kláruðu kvótann. Ef við hefðum ekki farið um jólin þá hefðum við ekki gert það.“

Hlusta uppáklæddir á jólamessuna

Aðspurður segir Geir það vera í lagi þótt hann sé úti á sjó um jólin  og fjölskyldan í landi. „Maður hringir bara heim. Ég tek þetta ekki mikið inn á mig.“

Á aðfangadagskvöld til sjós segir Geir kokkinn vera með hátíðarmat. „Menn klæða sig upp og við hlustum á messu klukkan sex. Svo er þetta bara eins og aðrir dagar.“

Þá var hlegið

Í eitt skipti var bras á hlutunum hjá Geir og áhöfn hans á aðfangadagskvöld.

„Með okkur var ungur annar stýrimaður sem var skemmtilegur strákur og orðheppinn. Hann er sonur hans Tómasar Kárasonar á Beiti. Það er nú oft sagt að það séu ekki alltaf jólin á þessu, segir hann. En erum við ekki bara að tala um að það séu jól á þessu núna? spurði hann. Þá var hlegið,“ segir Geir.