Hoffell landaði í gær rúmum 2.000 tonnum af kolmunna af miðunum við Færeyjar.  Sérstaklega góð veiði var í veiðiferðinni. Hoffell fékk aflann á aðeins 42 tímum.  Hoffell hefur þá veitt rúm 16.000 tonn af kolmunna á þessu ári. 

Skipið fer út strax eftir löndun.