Ríkisstjórnin í Noregi stendur sig ekki í stykkinu í því að hnúðlaxagöngum sé haldið í skefjum með veiðum í sjó. Þetta segir leiðtogi flokksins Sosialistisk Venstreparti (SV) við Verdens Gang. Umhverfisráðherrann segir veiðar á hnúðlaxi í sjó geta ógnað einmitt þeim tegundum sem ætlunin sé að vernda.

Eins og fram hefur komið í Fiskifréttum hefur verið metganga af hnúðlaxi í norsk vatnsföll á þessu ári. Hluti hnúðlaxins hefur veiðst úti í sjó sem meðafli strandveiðimanna og þykir góður matfiskur á því stigi. Hinir ganga í ár og hrygna þar, lax- og silungsveiðimönnum til mikils ama.

„Hér stendur fólk úti í á dag og nótt og tínir upp fleiri þúsund hnúðlaxa á hverjum degi. Þetta er geggjað ástand,“ segir Kirsti Bergstø, formaður SV, við Verdens Gang eftir að hafa verið í Repparfirði í Finnmörku.

Búi sig undir innrás 2025

Á þriðja hundruð þúsund hnúðlaxar hafa verið hirtir úr norskum ám með ærinni fyrirhöfn það sem af er sumri. Að því er Bergstø segir við Verdens Gang bakkaði ríkisstjórnin út úr samkomulagi frá í fyrra um auknar hnúðlaxaveiðar í sjó.

„Ríkisstjórnin hefði átt að opna á hnúðlaxaveiðar í sjó meðfram ströndum Finnmerkur til að afla reynslu og nota krafta sjómannanna,“ segir Bergstø sem talar um „hnúðlaxainnrásina“ og nauðsyn þess að stjórnin taki sig saman og undirbúi sig undir næsta áhlaup sem verður að tveimur árum liðnu.

Gæti valdið óbætanlegum skaða

Loftslags- og umhverfisráðherrann, Espen Barth Eide, vísar í viðtali við Verdens Gang til skýrslu vísindaráðs fyrir laxaiðnaðinn. Það hafi ekki verið talið forsvaranlegt að auka hnúðlaxaveiðar í sjó á þessu ári. Hliðarverkun af því myndi verða afföll í Atlantshafslaxinum, sjóbirtingi og sjóbleikju.

„Við getum ekki í leiðinni valdið óbætanlegum skaða á einmitt þeim stofnum sem við eru að reyna að vernda,“ segir Eide við Verdens Gang. „Ég vona að Bergstø og SV hugsi líka um villta laxastofna og að við verðum að hlusta á þau faglegu ráð í umhverfismálum sem við höfum fengið.“

Ríkisstjórnin í Noregi stendur sig ekki í stykkinu í því að hnúðlaxagöngum sé haldið í skefjum með veiðum í sjó. Þetta segir leiðtogi flokksins Sosialistisk Venstreparti (SV) við Verdens Gang. Umhverfisráðherrann segir veiðar á hnúðlaxi í sjó geta ógnað einmitt þeim tegundum sem ætlunin sé að vernda.

Eins og fram hefur komið í Fiskifréttum hefur verið metganga af hnúðlaxi í norsk vatnsföll á þessu ári. Hluti hnúðlaxins hefur veiðst úti í sjó sem meðafli strandveiðimanna og þykir góður matfiskur á því stigi. Hinir ganga í ár og hrygna þar, lax- og silungsveiðimönnum til mikils ama.

„Hér stendur fólk úti í á dag og nótt og tínir upp fleiri þúsund hnúðlaxa á hverjum degi. Þetta er geggjað ástand,“ segir Kirsti Bergstø, formaður SV, við Verdens Gang eftir að hafa verið í Repparfirði í Finnmörku.

Búi sig undir innrás 2025

Á þriðja hundruð þúsund hnúðlaxar hafa verið hirtir úr norskum ám með ærinni fyrirhöfn það sem af er sumri. Að því er Bergstø segir við Verdens Gang bakkaði ríkisstjórnin út úr samkomulagi frá í fyrra um auknar hnúðlaxaveiðar í sjó.

„Ríkisstjórnin hefði átt að opna á hnúðlaxaveiðar í sjó meðfram ströndum Finnmerkur til að afla reynslu og nota krafta sjómannanna,“ segir Bergstø sem talar um „hnúðlaxainnrásina“ og nauðsyn þess að stjórnin taki sig saman og undirbúi sig undir næsta áhlaup sem verður að tveimur árum liðnu.

Gæti valdið óbætanlegum skaða

Loftslags- og umhverfisráðherrann, Espen Barth Eide, vísar í viðtali við Verdens Gang til skýrslu vísindaráðs fyrir laxaiðnaðinn. Það hafi ekki verið talið forsvaranlegt að auka hnúðlaxaveiðar í sjó á þessu ári. Hliðarverkun af því myndi verða afföll í Atlantshafslaxinum, sjóbirtingi og sjóbleikju.

„Við getum ekki í leiðinni valdið óbætanlegum skaða á einmitt þeim stofnum sem við eru að reyna að vernda,“ segir Eide við Verdens Gang. „Ég vona að Bergstø og SV hugsi líka um villta laxastofna og að við verðum að hlusta á þau faglegu ráð í umhverfismálum sem við höfum fengið.“