Á Landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem sett var í dag á Selfossi, var Hilmar Snorrason, sem leiddi Slysavarnaskóla sjómanna í yfir 30 ár, var heiðraður fyrir ævistarf sitt á Landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem fór fram um helgina.

Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður félagsins afhenti Hilmari hluta úr stýri Sæbjargar, skólaskips Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem sett hefur verið á kopar platta og með fylgir skjal þar sem segir:

„Hér er hluti af stýri Sæbjargar, skólaskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þar stóð í brúnni og stýrði öryggismálum sjófarenda, Hilmar Snorrason. Fáir hafa haft jafn mikil áhrif í þá veru að fækka alvarlegum slysum og banaslysum á sjó og Hilmar. Það er ævistarf sem vert er að þakka fyrir. Traustum höndum hefur þú haldið um stjórnvölinn á slysavörnum sjófarenda í rúma þrjá áratugi og þannig stýrt þúsundum sjófarenda heilum í höfn. Hafðu heila þökk fyrir.“

Hilmar með hendi á stýrinu úr Sæbjörgu.
Hilmar með hendi á stýrinu úr Sæbjörgu.

Þingheimur reis allur úr sætum sínum og heiðraði Hilmar þegar hann tók við viðurkenningunni.

Á annaðhundrað félaga Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru á landsþinginu og kusu félaginu nýja forystu. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir var kjörinn formaður til næstu tveggja ára.