Varðskipin Óðinn og Þór voru sýnd heimamönnum í gær og í dag í Vestmannaeyjahöfn á goslokahátíð þegar þess er minnst að 50 ár eru liðin frá eldgosinu í Heimaey.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sigldi með Óðni til Vestmannaeyja.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sigldi með Óðni til Vestmannaeyja.
© Óskar P. Friðriksson (Óskar P. Friðriksson)

Óðinn hélt úr Reykjavíkurhöfn kl. 21 á sunnudagskvöld og meðal farþega í siglingunni til Vestmannaeyja var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. 16 manns eru í áhöfn og skipstjóri er Vilbergur Magni Óskarsson. Varðskipið Óðinn verður almenningi til sýnis á Nausthamarsbryggju frá klukkan frá kl. 10-14 í dag.