Á fimmtudaginn var hið árlega jólakaffi Vinnslustöðvarinnar haldið í Höllinni í Vestmannaaeyjum. Við það tækifæri voru starfsmenn sem standa á tímamótum heiðraðir.

Þetta voru þau Ester Ólafsdóttir fiskvinnslukona sem var heiðruð við starfslok vegna aldurs en hún er 68 ára og hefur starfað hjá Leo Seafood frá því að fyrirtækið var stofnað, Gísli Erlings smiður sem er 71 árs og var að hætta vegna aldurs eftir að hafa starfað í 4,5 ár í Hafnareyri, Orlando Soares fiskvinnslunaður í Fiskvinnslu VSV sem er 71 árs og er að hætta eftir rúmlega sex ára starf - þótt hann sé að sögn reyndar alls ekki tilbúinn til að hætta- og að lokum Robert Szczepan Daszkiewic fiskvinnslumaður sem varð sextugur á árinu. og er sagður lykilstarfsmaður á uppsjávarvertíðum í fiskvinnslunni.

„Til stóð að heiðra fleiri vegna starfsloka og stórafmæla ef þeir hefðu átt tök á að mæta. Þar á meðal voru sjómenn sem áttu ekki heimangengt vegna vinnu sinnar,“ segir á vsv.is þar sem er nánar sagt frá jólakaffinu í máli og myndum.