Um þessar mundir eru uppsjávarveiðiskip Síldarvinnslunnar að hefja makrílleit. Börkur NK hefur verið í reglubundnu eftirliti í Skagen í Danmörku og hann mun halda til leitar beint þaðan í kvöld eða fyrramálið. Beitir NK mun halda til leitar í kvöld og Barði NK væntanlega síðar í vikunni.

Rætt er við Tómas Kárason skipstjóra á Beiti á heimasíðu Síldarvinnslunnar og hann spurður hvernig lítist á vertíðina.

„Ég held að menn séu bara bjartsýnir, ég er það allavega. Í fyrra var byrjað að leita um svipað leyti. Þá var fyrst leitað í Smugunni en síðan hófst veiði í Rósagarðinum. Mig minnir að fyrsta löndunin hafi átt sér stað 1. júlí. Ég held að Börkur eigi að fara í Smuguna og hefja leit þar en við munum væntanlega fara suður í Rósagarðinn. Ef lítið finnst í Rósagarðinum munum við líklega fara austur að miðlínunni og leita norður með henni. Síðan mun Barði hefja leit og einnig Vilhelm Þorsteinsson EA sem kemur frá Danmörku eins og Börkur. Margrét EA mun síðan einnig bætast við. Við á Síldarvinnsluskipunum verðum væntanlega í veiðisamstarfi með Samherjaskipunum Vilhelm og Margréti rétt eins og verið hefur frá 2020. Þetta veiðisamstarf hefur gengið afskaplega vel og er skynsamlegt í alla staði. Einkum er það skynsamlegt þegar veiði er ekki mikil og langt að sækja. Ég er viss um að áhafnir skipanna séu spenntar að hefja nýja vertíð og vonandi gengur vel að finna hvar makríllinn heldur sig,” segir Tómas.

Geir Sigurpáll Hlöðversson, rekstrarstjóri fiskiðjuvers Síldarvinnslunnar, segir að allt sé að verða klárt til að taka á móti makríl til vinnslu.

Allt að verða klárt til móttöku á makríl

„Það er tilhlökkun að hefja makrílvinnsluna. Starfsfólk sem kemur að hefur verið að tínast á staðinn og það eiga allir að vera komnir í byrjun næstu viku. Það verður unnið á þremur vöktum og eru 25 manns á hverri vakt þannig að framleiðslustarfsmennirnir eru 75 að tölu en allt í allt starfa um 100 manns í fiskiðjuverinu þegar framleitt er á fullu. Það verður gott að fá fisk í húsið en síldarvertíð lauk hjá okkur í lok nóvembermánaðar en síðan fengum við tvo loðnufarma af norskum bátum í febrúar og þá voru fryst um 1.650 tonn. Okkur finnst kominn tími til að hefja aftur framleiðslu af krafti. Þetta verður spennandi,” segir Geir Sigurpáll.

Um þessar mundir eru uppsjávarveiðiskip Síldarvinnslunnar að hefja makrílleit. Börkur NK hefur verið í reglubundnu eftirliti í Skagen í Danmörku og hann mun halda til leitar beint þaðan í kvöld eða fyrramálið. Beitir NK mun halda til leitar í kvöld og Barði NK væntanlega síðar í vikunni.

Rætt er við Tómas Kárason skipstjóra á Beiti á heimasíðu Síldarvinnslunnar og hann spurður hvernig lítist á vertíðina.

„Ég held að menn séu bara bjartsýnir, ég er það allavega. Í fyrra var byrjað að leita um svipað leyti. Þá var fyrst leitað í Smugunni en síðan hófst veiði í Rósagarðinum. Mig minnir að fyrsta löndunin hafi átt sér stað 1. júlí. Ég held að Börkur eigi að fara í Smuguna og hefja leit þar en við munum væntanlega fara suður í Rósagarðinn. Ef lítið finnst í Rósagarðinum munum við líklega fara austur að miðlínunni og leita norður með henni. Síðan mun Barði hefja leit og einnig Vilhelm Þorsteinsson EA sem kemur frá Danmörku eins og Börkur. Margrét EA mun síðan einnig bætast við. Við á Síldarvinnsluskipunum verðum væntanlega í veiðisamstarfi með Samherjaskipunum Vilhelm og Margréti rétt eins og verið hefur frá 2020. Þetta veiðisamstarf hefur gengið afskaplega vel og er skynsamlegt í alla staði. Einkum er það skynsamlegt þegar veiði er ekki mikil og langt að sækja. Ég er viss um að áhafnir skipanna séu spenntar að hefja nýja vertíð og vonandi gengur vel að finna hvar makríllinn heldur sig,” segir Tómas.

Geir Sigurpáll Hlöðversson, rekstrarstjóri fiskiðjuvers Síldarvinnslunnar, segir að allt sé að verða klárt til að taka á móti makríl til vinnslu.

Allt að verða klárt til móttöku á makríl

„Það er tilhlökkun að hefja makrílvinnsluna. Starfsfólk sem kemur að hefur verið að tínast á staðinn og það eiga allir að vera komnir í byrjun næstu viku. Það verður unnið á þremur vöktum og eru 25 manns á hverri vakt þannig að framleiðslustarfsmennirnir eru 75 að tölu en allt í allt starfa um 100 manns í fiskiðjuverinu þegar framleitt er á fullu. Það verður gott að fá fisk í húsið en síldarvertíð lauk hjá okkur í lok nóvembermánaðar en síðan fengum við tvo loðnufarma af norskum bátum í febrúar og þá voru fryst um 1.650 tonn. Okkur finnst kominn tími til að hefja aftur framleiðslu af krafti. Þetta verður spennandi,” segir Geir Sigurpáll.