Jón Svansson, hjá Íslandshákarli á Vopnafirði, batt enda á vertíðina í sumar áður en júní var á enda er hann hafði dregið sautján hákarla á land.

„Þetta var bara eins og þetta var hjá þeim í gamla daga, þá voru menn að taka upp undir þrjátíu karla yfir sumarið. En þá voru menn líka miklu lengur að gaufa við þetta,“ segir Jón sem landaði síðasta hákarlinum þetta sumarið þann 23. júní.

„Ég hætti þegar mér fannst ég vera kominn með nóg upp á það að geta náð að verka þetta á tímabilinu,“ útskýrir Jón sem kveðst helst vilja vera búinn að ljúka verkuninni í janúar.

„Þeir voru allir góðir þetta árið,“ segir Jón um hákarlana. Þeir hafi margir verið á bilinu 600 til 700 kíló. „Og ég fékk tvo sem voru alveg um tonnið.“

Sparaði tonn af olíu

Hákarlarnir eru gjarnan fjórir til til metrar og eru því talsvert fyrirferðarmeiri en Jón sjálfur. Mynd/Aðsend
Hákarlarnir eru gjarnan fjórir til til metrar og eru því talsvert fyrirferðarmeiri en Jón sjálfur. Mynd/Aðsend

Að venju veiddi Jón hákarlana norðaustur af Bjarnarey. „Þetta er alltaf á sama svæði. Ef það gengur illa færir maður sig stundum aðeins til af því að maður heldur að það sé kannski skárra annars staðar,“ segir hann.

Eins og kom fram í spjalli Fiskifrétta við Jón í júní fékk hann fimm hákarla í einum túr í upphafi vertíðarinnar. „Síðar fékk ég einu sinni fjóra  og það voru tveir túrar með þremur,“ segir hann.

Það þurfti því ekki marga róðra áður en Jón var kominn upp í áðurnefnda sautján hákarla. „Þetta voru bara örfáir túrar. Ég hef örugglega sparað mér tonn af olíu,“ segir hann.

Byrjaður að smakka

Að sögn Jóns veiddi hann jafn marga hákarla í fyrra. Þeir hafi hins vegar verið minni og hann hafi verið að veiðum fram í september. Hákarlinn verkar Jón allan innandyra. „Þetta er allt á réttri leið. Ég er farinn að smakka og það lofar góðu,“ segir hann.

Beitt er á króka sem eru af stærri gerðinni. Mynd/Aðsend
Beitt er á króka sem eru af stærri gerðinni. Mynd/Aðsend

Í fyrra kveðst Jón hafa verið með minni þurrkklefa en nú og því ekki getað kasað jafn ört. „Nú er ég með þrjár kasanir inni og get alveg bætt tveimur við klefann ef ég kæri mig um,“ segir Jón sem er með tvo hákarla í kösinni. „Þannig að það eru komnir sex karlar inn og það fara tveir karlar inn núna í vikunni. Þá er ég kominn í átta karla og er hálfnaður.“

Góður vinur hrafnanna

Veiðin gekk því vel og verkunin lofar góðu og ætti að skila fínni vöru, alveg eins og Jón vill hafa það. „Þurrkunin er mikilvæg en þú lagar ekki hákarl sem kemur skemmdur úr kös. Ég er enn að möndla í kösinni til að fá hann nokkurn veginn hundrað prósent,“ segir Jón sem frekar ber hákarl sem hann er ekki ánægður með í hrafnana heldur en að setja á markað.

„Ég nenni ekki að selja eitthvað sem er ekki í lagi,“ segir Jón. „Við hrafninn erum góðir vinir. Þetta passar mjög vel í flóruna hjá honum og hann er alveg æstur í þetta.“

Jón Svansson, hjá Íslandshákarli á Vopnafirði, batt enda á vertíðina í sumar áður en júní var á enda er hann hafði dregið sautján hákarla á land.

„Þetta var bara eins og þetta var hjá þeim í gamla daga, þá voru menn að taka upp undir þrjátíu karla yfir sumarið. En þá voru menn líka miklu lengur að gaufa við þetta,“ segir Jón sem landaði síðasta hákarlinum þetta sumarið þann 23. júní.

„Ég hætti þegar mér fannst ég vera kominn með nóg upp á það að geta náð að verka þetta á tímabilinu,“ útskýrir Jón sem kveðst helst vilja vera búinn að ljúka verkuninni í janúar.

„Þeir voru allir góðir þetta árið,“ segir Jón um hákarlana. Þeir hafi margir verið á bilinu 600 til 700 kíló. „Og ég fékk tvo sem voru alveg um tonnið.“

Sparaði tonn af olíu

Hákarlarnir eru gjarnan fjórir til til metrar og eru því talsvert fyrirferðarmeiri en Jón sjálfur. Mynd/Aðsend
Hákarlarnir eru gjarnan fjórir til til metrar og eru því talsvert fyrirferðarmeiri en Jón sjálfur. Mynd/Aðsend

Að venju veiddi Jón hákarlana norðaustur af Bjarnarey. „Þetta er alltaf á sama svæði. Ef það gengur illa færir maður sig stundum aðeins til af því að maður heldur að það sé kannski skárra annars staðar,“ segir hann.

Eins og kom fram í spjalli Fiskifrétta við Jón í júní fékk hann fimm hákarla í einum túr í upphafi vertíðarinnar. „Síðar fékk ég einu sinni fjóra  og það voru tveir túrar með þremur,“ segir hann.

Það þurfti því ekki marga róðra áður en Jón var kominn upp í áðurnefnda sautján hákarla. „Þetta voru bara örfáir túrar. Ég hef örugglega sparað mér tonn af olíu,“ segir hann.

Byrjaður að smakka

Að sögn Jóns veiddi hann jafn marga hákarla í fyrra. Þeir hafi hins vegar verið minni og hann hafi verið að veiðum fram í september. Hákarlinn verkar Jón allan innandyra. „Þetta er allt á réttri leið. Ég er farinn að smakka og það lofar góðu,“ segir hann.

Beitt er á króka sem eru af stærri gerðinni. Mynd/Aðsend
Beitt er á króka sem eru af stærri gerðinni. Mynd/Aðsend

Í fyrra kveðst Jón hafa verið með minni þurrkklefa en nú og því ekki getað kasað jafn ört. „Nú er ég með þrjár kasanir inni og get alveg bætt tveimur við klefann ef ég kæri mig um,“ segir Jón sem er með tvo hákarla í kösinni. „Þannig að það eru komnir sex karlar inn og það fara tveir karlar inn núna í vikunni. Þá er ég kominn í átta karla og er hálfnaður.“

Góður vinur hrafnanna

Veiðin gekk því vel og verkunin lofar góðu og ætti að skila fínni vöru, alveg eins og Jón vill hafa það. „Þurrkunin er mikilvæg en þú lagar ekki hákarl sem kemur skemmdur úr kös. Ég er enn að möndla í kösinni til að fá hann nokkurn veginn hundrað prósent,“ segir Jón sem frekar ber hákarl sem hann er ekki ánægður með í hrafnana heldur en að setja á markað.

„Ég nenni ekki að selja eitthvað sem er ekki í lagi,“ segir Jón. „Við hrafninn erum góðir vinir. Þetta passar mjög vel í flóruna hjá honum og hann er alveg æstur í þetta.“