Hafrannsóknastofnun telur líklegt að fundist hafi loðna í talsverðu magni í gær suðaustur af Íslandi. Fjögur skip hafa verið við loðnuleit, Ásgrímur Halldórsson SF, Heimaey VE, Polar Ammassak og hafrannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson.
Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, sagði í morgunþætti Rásar 2 að leiðindaveður sé þar sem loðnuleit fari fram og það torveldi leitina.
„Það dró aðeins til tíðinda seinni partinn í gær. Þetta var í töluverðu magni. Við getum ekki fullyrt að þetta sé loðna, mögulega er þetta síld, en við teljum að þetta sé líklegast loðna,“ sagði Guðmundur. Til stendur að skoða aðstæður betur í dag.
Sjá meðfylgjandi tilkynningu frá Hafrannóknastofnun sem gefin var út áðan. Þar kemur fram að gert sé ráð fyrir að mælingar hefjist í kvöld og geti staðið yfir í tvo til þrjá daga.