Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf. var kosinn formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á aðalfundi samtakanna í Hörpu í dag. Hann tekur við af Ólafi Marteinssyni sem verið hefur formaður undanfarin fimm ár. Stjórnin er þannig skipuð:

  1. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf., formaður
  2. Aðalsteinn Ingólfsson, forstjóri Skinneyjar-Þinganess hf.
  3. Anna Guðmundsdóttir, fjármálastjóri Gjögurs hf.
  4. Baldvin Þorsteinsson, stjórnarformaður Samherja Íslandi ehf.
  5. Bergur Þór Eggertsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Nesfisks ehf.
  6. Daði Hjálmarsson, framkvæmdastjóri KG Fiskverkunar hf.
  7. Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar Arctic Fish hf.
  8. Einar Sigurðsson, stjórnarformaður Ísfélags hf.
  9. Garðar Svavarsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar hf.
  10. Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri Guðmundar Runólfssonar hf.
  11. Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar hf.
  12. Heiðar Hrafn Eiríksson, stjórnarformaður Útgerðarfélags Grindavíkur ehf.
  13. Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis hf.
  14. Kristján G. Jóakimsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf.
  15. Lilja Björg Arngrímsdóttir, sviðsstjóri mannauðs- og lögfræðisviðs Vinnslustöðvarinnar hf.
  16. Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og flutninga Arnarlax ehf.
  17. Óttar Ásbjörnsson, útgerðarstjóri Fisk-Seafood ehf.
  18. Viðar Elíasson, framkvæmdastjóri Narfa ehf.
  19. Ægir Páll Friðbertsson, forstjóri Iceland Seafood ehf.