Stakkavík ehf. í Grindavík, sem gerir út línubáta í krókaaflamarkskerfinu, undirbýr nú Guðbjörgu GK 9, fyrsta stálskipið í krókaaflamarkskerfinu, til veiða í fyrsta sinn eftir að báturinn kom til landsins nýr fyrir einu ári. Eins og önnur Grindavíkurfyrirtæki hefur starfsemi Stakkavíkur mátt líða fyrir náttúruhamfarirnar í grennd við Grindavík og vinnsluhús fyrirtækisins eyðilagðist í jarðsigi og sprungumyndunum.

Guðbjörg GK er 13 metra langur stál- og álbátur sem Skipasmíðastöð Njarðvíkur lét smíða í Tyrklandi fyrir Stakkavík. Báturinn var hannaður af Ráðgarði Skiparáðgjöf en fyrirtækið hannaði m.a. einnig Háey sem er með svipuðu skrokklagi en sá bátur er úr trefjaplasti.

„Við erum að undirbúa Guðbjörgu GK í fyrsta sinn á veiðar og munum sigla henni héðan frá Njarðvík til Grindavíkur áður en farið verður í fyrsta túrinn,“ segir Hermann Ólafsson, framkvæmdastjóri Stakkavíkur. „Við erum að smíða lúgu á Margréti en það hefði verið virkilega gaman að láta hana fylgja Huldu Björnsdóttur GK inn til Grindavíkur en það hafðist ekki.“

Hermann Ólafsson, framkvæmdastjóri Stakkavíkur.
Hermann Ólafsson, framkvæmdastjóri Stakkavíkur.

Viðskiptatengslunum viðhaldið

Hermann segir að landað verði úr Guðbjörgu GK þar sem hentugast er hverju sinni, hvort sem það er í Grindavík eða annars staðar en þó fari hún líklega ekki á veiðar fyrir norðan úr því sem komið er en þar hafa aðrir bátar Stakkavíkur verið að gera það gott. Eftir að vinnslu Stakkavíkur var lokað í kjölfar náttúruhamfaranna hefur fyrirtækið verið í samstarfi við Nesfisk í Sandgerði með vinnslu á afla fyrir viðskiptavini Stakkavíkur. Fyrirtækið var með fiskþurrkun í öðru húsi í Mölvík. Þar er verið að undirbúa vinnslu á ferskum fiski sem verður opnuð upp úr áramótum að því gefnu að jarðhræringunum linni. „Ég fer ekki að ráða inn 100 manns í þessari óvissu. Ég er bara að gera húsið klárt en samstarfið við Nesfisk hjálpar okkur að viðhalda þeim viðskiptatengslum sem við höfum. Ég get því alveg beðið þangað til þessi ósköp ganga yfir,“ segir Hermann.

Stakkavík ehf. í Grindavík, sem gerir út línubáta í krókaaflamarkskerfinu, undirbýr nú Guðbjörgu GK 9, fyrsta stálskipið í krókaaflamarkskerfinu, til veiða í fyrsta sinn eftir að báturinn kom til landsins nýr fyrir einu ári. Eins og önnur Grindavíkurfyrirtæki hefur starfsemi Stakkavíkur mátt líða fyrir náttúruhamfarirnar í grennd við Grindavík og vinnsluhús fyrirtækisins eyðilagðist í jarðsigi og sprungumyndunum.

Guðbjörg GK er 13 metra langur stál- og álbátur sem Skipasmíðastöð Njarðvíkur lét smíða í Tyrklandi fyrir Stakkavík. Báturinn var hannaður af Ráðgarði Skiparáðgjöf en fyrirtækið hannaði m.a. einnig Háey sem er með svipuðu skrokklagi en sá bátur er úr trefjaplasti.

„Við erum að undirbúa Guðbjörgu GK í fyrsta sinn á veiðar og munum sigla henni héðan frá Njarðvík til Grindavíkur áður en farið verður í fyrsta túrinn,“ segir Hermann Ólafsson, framkvæmdastjóri Stakkavíkur. „Við erum að smíða lúgu á Margréti en það hefði verið virkilega gaman að láta hana fylgja Huldu Björnsdóttur GK inn til Grindavíkur en það hafðist ekki.“

Hermann Ólafsson, framkvæmdastjóri Stakkavíkur.
Hermann Ólafsson, framkvæmdastjóri Stakkavíkur.

Viðskiptatengslunum viðhaldið

Hermann segir að landað verði úr Guðbjörgu GK þar sem hentugast er hverju sinni, hvort sem það er í Grindavík eða annars staðar en þó fari hún líklega ekki á veiðar fyrir norðan úr því sem komið er en þar hafa aðrir bátar Stakkavíkur verið að gera það gott. Eftir að vinnslu Stakkavíkur var lokað í kjölfar náttúruhamfaranna hefur fyrirtækið verið í samstarfi við Nesfisk í Sandgerði með vinnslu á afla fyrir viðskiptavini Stakkavíkur. Fyrirtækið var með fiskþurrkun í öðru húsi í Mölvík. Þar er verið að undirbúa vinnslu á ferskum fiski sem verður opnuð upp úr áramótum að því gefnu að jarðhræringunum linni. „Ég fer ekki að ráða inn 100 manns í þessari óvissu. Ég er bara að gera húsið klárt en samstarfið við Nesfisk hjálpar okkur að viðhalda þeim viðskiptatengslum sem við höfum. Ég get því alveg beðið þangað til þessi ósköp ganga yfir,“ segir Hermann.