Þeir Sindri Gíslason og Halldór Pálmar Halldórsson hafa haldið úti grjótkrabbavöktun í Hvalfirði allt frá árinu 2007. Sindri er forstöðumaður Náttúrustofu Suðvesturlands en Halldór Pálmar forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum, en báðar þessar stofnanir eru til húsa í Sandgerði.
„Þetta er stöðluð vöktun hjá okkur,“ segir Sindri. „Hún felur annars vegar í sér gildruveiðar til þess að fylgjast með stærðar- og aflasamsetningu á fullorðnum kröbbum, og hins vegar svifsýnatökur á lirfum krabbanna sem gefur okkur upplýsingar um æxlunarárangur og þar með hvort þeir séu að fjölga sér.“
Vöktunin byggir á sýnatökum í yfir sumarmánuðina miðja, frá júní til ágúst. Veðrið í sumar hafi þó verið afar óhagstætt framan af þannig að ekki var nokkuð leið að komst í vöktunina í júní.
Frá upphafi vöktunar hefur grjótkrabbinn verið að auka hlutdeild sína í aflasamsetningunni. Hann var kominn yfir 60% strax í byrjun, árið 2007, og hefur svo verið yfir 98% af afla undanfarin fimm ár.
Skekkt og óeðlileg staða
„Við höfum verið að sjá það núna seinni árin hvert stefndi, og satt best að segja list okkur eiginlega ekkert á blikuna. Þetta er orðin mjög skekkt og óeðlileg staða, sem vekur upp spurningar um hvað sér að gerast með innlendu tegundirnar okkar, bogkrabba og trjónukrabba.“
Íslensku tegundirnar virðast því vera á hröðu undanhaldi, að minnsta kosti í Hvalfirði og innanverðum Faxaflóa þar sem vaktað hefur verið.
„Við vitum ekki hvort þessi niðursveifla innlendu tegundanna sé út af grjótkrabbanum eða hvort þetta sé náttúrleg sveifla í stofnunum. Hér var engin reglubundin vöktun á kröbbum áður en við byrjuðum, en það er mjög líklegt að grjótkrabbinn sé að stýra þessu eitthvað, af því þetta er ekki að sjást annars staðar. Trjónukrabbinn virðist a.m.k. enn ekki vera á undanhaldi annars staðar við landið.“
Þar á ofan hefur alvarleg sýking verið að hrjá grjótkrabbann og er verið að greina hvers eðlis sú sýking er, í samvinnu við Rannsóknastofnun fisksjúkdóma á Keldum.
„Hún virðist enn sem komið vera algengust í Hvalfirði. Þar hafa yfir 60% krabba verið að greinast með þessa sýkingu síðustu þrjú ár, en við höfum ennþá ekki fengið nógu mikinn tíma til að vinna úr gögnunum. En þetta eru kítínólítískar bakteríur sem eru orsakavaldarnir, og nú þegar er búið að einangra sex tegundir.“
Grassérar í þéttleika
Sindri segir sýkingar af þessu tagi grasséri í miklum þéttleika, eins og nú er í grjótkrabbanum
„Það er mjög mikið af krabbanum. Þéttleikamat okkar á Sundunum við Reykjavík leiddi í ljós að það er hálfur krabbi á fermetra, sem er gríðarlega mikið. Þegar einstaklingar lifa í svona miklu návígi geta sýkingar borist hratt á milli þeirrai.“
Um síðustu helgi fóru nemendur á þriðja ári í líffræði við Háskóla Íslands í sýnatökur á Sundunum við Reykjavík með starfsmönnum Náttúrustofunnar og Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum. Náttúrustofa Suðvesturlands sagði frá þessu á Facebook-síðu sinni, en sjóferðin er hluti af vettvangsnámskeiði í vistfræði.
„Þetta er sjötta árið sem nemendum hefur boðist að fara á sjó með okkur og fá innsýn í rannsóknarvinnu okkar og fá kost á að læra réttu handtökin,“ segir á Facebook-síðunni. „Gerast nemendur í vettvangsnámskeiðinu því þáttakendur í mikilvægri vöktun á stofnbreytingum á hinum nýja landnema grjótkrabba. Nemendur fengu ljómandi fínt veður og stóðu sig með mikilli prýði.“
Þeir Sindri Gíslason og Halldór Pálmar Halldórsson hafa haldið úti grjótkrabbavöktun í Hvalfirði allt frá árinu 2007. Sindri er forstöðumaður Náttúrustofu Suðvesturlands en Halldór Pálmar forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum, en báðar þessar stofnanir eru til húsa í Sandgerði.
„Þetta er stöðluð vöktun hjá okkur,“ segir Sindri. „Hún felur annars vegar í sér gildruveiðar til þess að fylgjast með stærðar- og aflasamsetningu á fullorðnum kröbbum, og hins vegar svifsýnatökur á lirfum krabbanna sem gefur okkur upplýsingar um æxlunarárangur og þar með hvort þeir séu að fjölga sér.“
Vöktunin byggir á sýnatökum í yfir sumarmánuðina miðja, frá júní til ágúst. Veðrið í sumar hafi þó verið afar óhagstætt framan af þannig að ekki var nokkuð leið að komst í vöktunina í júní.
Frá upphafi vöktunar hefur grjótkrabbinn verið að auka hlutdeild sína í aflasamsetningunni. Hann var kominn yfir 60% strax í byrjun, árið 2007, og hefur svo verið yfir 98% af afla undanfarin fimm ár.
Skekkt og óeðlileg staða
„Við höfum verið að sjá það núna seinni árin hvert stefndi, og satt best að segja list okkur eiginlega ekkert á blikuna. Þetta er orðin mjög skekkt og óeðlileg staða, sem vekur upp spurningar um hvað sér að gerast með innlendu tegundirnar okkar, bogkrabba og trjónukrabba.“
Íslensku tegundirnar virðast því vera á hröðu undanhaldi, að minnsta kosti í Hvalfirði og innanverðum Faxaflóa þar sem vaktað hefur verið.
„Við vitum ekki hvort þessi niðursveifla innlendu tegundanna sé út af grjótkrabbanum eða hvort þetta sé náttúrleg sveifla í stofnunum. Hér var engin reglubundin vöktun á kröbbum áður en við byrjuðum, en það er mjög líklegt að grjótkrabbinn sé að stýra þessu eitthvað, af því þetta er ekki að sjást annars staðar. Trjónukrabbinn virðist a.m.k. enn ekki vera á undanhaldi annars staðar við landið.“
Þar á ofan hefur alvarleg sýking verið að hrjá grjótkrabbann og er verið að greina hvers eðlis sú sýking er, í samvinnu við Rannsóknastofnun fisksjúkdóma á Keldum.
„Hún virðist enn sem komið vera algengust í Hvalfirði. Þar hafa yfir 60% krabba verið að greinast með þessa sýkingu síðustu þrjú ár, en við höfum ennþá ekki fengið nógu mikinn tíma til að vinna úr gögnunum. En þetta eru kítínólítískar bakteríur sem eru orsakavaldarnir, og nú þegar er búið að einangra sex tegundir.“
Grassérar í þéttleika
Sindri segir sýkingar af þessu tagi grasséri í miklum þéttleika, eins og nú er í grjótkrabbanum
„Það er mjög mikið af krabbanum. Þéttleikamat okkar á Sundunum við Reykjavík leiddi í ljós að það er hálfur krabbi á fermetra, sem er gríðarlega mikið. Þegar einstaklingar lifa í svona miklu návígi geta sýkingar borist hratt á milli þeirrai.“
Um síðustu helgi fóru nemendur á þriðja ári í líffræði við Háskóla Íslands í sýnatökur á Sundunum við Reykjavík með starfsmönnum Náttúrustofunnar og Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum. Náttúrustofa Suðvesturlands sagði frá þessu á Facebook-síðu sinni, en sjóferðin er hluti af vettvangsnámskeiði í vistfræði.
„Þetta er sjötta árið sem nemendum hefur boðist að fara á sjó með okkur og fá innsýn í rannsóknarvinnu okkar og fá kost á að læra réttu handtökin,“ segir á Facebook-síðunni. „Gerast nemendur í vettvangsnámskeiðinu því þáttakendur í mikilvægri vöktun á stofnbreytingum á hinum nýja landnema grjótkrabba. Nemendur fengu ljómandi fínt veður og stóðu sig með mikilli prýði.“