Íslenska sjávarútvegssýningin, IceFish 2024, hefur ákveðið að helga sérstakt rými á sýningunni Grindavíkurbæ og íbúum hans í tilefni af þeim margháttuðu erfiðleikum sem jarðhræringar á Reykjanesi hafa valdið byggðarlaginu. Sýningin verður opnuð 18. september næstkomandi.

„Við höfum um langa hríð átt í góðu samstarfi við Fisktækniskólann í Grindavík og veitt nemendum þar styrki til framhaldsnáms. Það veitir mér því mikla ánægju að tilkynna að við höfum nú boðið Grindvíkingum aðstöðu á IceFish 2024 þeim að kostnaðarlausu. Síendurtekin eldgos á Reykjanesskaganum hafa neytt fyrirtæki og íbúa þessa öfluga samfélags til að flytja burt og til að hefja rekstur og nýtt líf í öðrum byggðarlögum. Það er útilokað fyrir mig og aðra sem ekki hafa upplifað þetta að ímynda okkur hversu krefjandi og erfiðar þessar aðstæður hafa verið og eru enn fyrir íbúana. Ég vil þó gera það litla sem í mínu valdi stendur til að hjálpa þeim við að búa til nokkurs konar samkomusvæði á Íslensku sjávarútvegssýningunni. Við hófum nýverið viðræður við forystumenn bæjarins, sem leiddu til að ákveðin hugmynd fór að taka á sig mynd og er nú búið að ákveða að hrinda henni í framkvæmd. Mér er það gleðiefni að tilkynna að á sýningarrými C-12 verður sérstakt svæði helgað Grindavík og íbúum þess,“ segir Marianne Rasmussen-Coulling, framkvæmdastjóri Íslensku sjávarútvegssýningarinnar, IceFish.

Íslenska sjávarútvegssýningin, IceFish 2024, hefur ákveðið að helga sérstakt rými á sýningunni Grindavíkurbæ og íbúum hans í tilefni af þeim margháttuðu erfiðleikum sem jarðhræringar á Reykjanesi hafa valdið byggðarlaginu. Sýningin verður opnuð 18. september næstkomandi.

„Við höfum um langa hríð átt í góðu samstarfi við Fisktækniskólann í Grindavík og veitt nemendum þar styrki til framhaldsnáms. Það veitir mér því mikla ánægju að tilkynna að við höfum nú boðið Grindvíkingum aðstöðu á IceFish 2024 þeim að kostnaðarlausu. Síendurtekin eldgos á Reykjanesskaganum hafa neytt fyrirtæki og íbúa þessa öfluga samfélags til að flytja burt og til að hefja rekstur og nýtt líf í öðrum byggðarlögum. Það er útilokað fyrir mig og aðra sem ekki hafa upplifað þetta að ímynda okkur hversu krefjandi og erfiðar þessar aðstæður hafa verið og eru enn fyrir íbúana. Ég vil þó gera það litla sem í mínu valdi stendur til að hjálpa þeim við að búa til nokkurs konar samkomusvæði á Íslensku sjávarútvegssýningunni. Við hófum nýverið viðræður við forystumenn bæjarins, sem leiddu til að ákveðin hugmynd fór að taka á sig mynd og er nú búið að ákveða að hrinda henni í framkvæmd. Mér er það gleðiefni að tilkynna að á sýningarrými C-12 verður sérstakt svæði helgað Grindavík og íbúum þess,“ segir Marianne Rasmussen-Coulling, framkvæmdastjóri Íslensku sjávarútvegssýningarinnar, IceFish.