Lok grásleppuvertíðar eru laugardaginn 12. ágúst á öllum veiðisvæðum að innanverðum Breiðafirði undanskildum en þar líkur veiðum 31. ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Fiskistofu.

„Gefin voru út 174 grásleppuveiðileyfi á árinu og heildarafli óslægðrar Grásleppu er nú tæp 3.800 tonn og var henni landað á 35 stöðum um landið,“ segir í tilkynningunni.

Aflahæstu þrjár hafnirnar voru Stykkishólmur með 760 tonn, Drangsnes með 340 tonn og Patreksfjörður með 240 tonn.

Aflahæstu bátarnir voru hins vegar Fjóla SH – 7 (2070) með rúmlega 70 tonn, Magnús HU – 23 (2813) með rúm 68 tonn  og Sigurey ST -22 (1774) með liðlega 67 tonn.

Þá segir frá því að sótt hafi verið um grásleppuleyfi að þessu sinni gegnum nýja umsóknargátt Fiskistofu.  „Það er gaman frá því að segja að grásleppuveiðifólk stóð sig vel í þessu nýja umsóknarferli og voru vandamál minniáttar.“