Grænlenski togarinn Polar Nataarnagq sem er í eigu Polar Seafoods er talsvert skemmdur eftir árekstur við ísjaka. Þetta kemur fram í grænlenska miðlinum Sermitsiac.

Samkvæmt frásögn Sermitsiac varð óhappið suður af Grænlandi laust fyrir hádegi síðastliðinn laugardag. Þá hafi skipið verið á heimleið eftir að hafa verið til viðgerða í Frederikshavn í Danmörk. Þrettán voru um borð og sakaði engan.

Óhöppin virðast elta Nataarnagq á röndum um þessar mundir þvi togarinn var að koma úr slipp eftir árekstur við togarann Akamalik sem er í eigu Royal Greenland í janúar síðastliðinn.

Er það haft eftir Bent Salling, forstjóra Polar Seafood, að hann vilji ekki tjá sig um málið í bili þar til ástæður nýja óhappsins liggja fyrir.

Þá segir Sermitsiac frá því að óhappið á laugardag sé ekki eina uppákoman í siglingu togarans til heimahafnar því við brottför frá Danmörku hafi lögregla lagt hald á fjögur kíló af hassi sem fundust um borð. Við komuna til Færeyja hafi lögreglan í Þórshöfn síðan fundið fimm kíló af hassi til viðbótar.

Polar Nataarnaq  er nú í slipp í Færeyjum. Í þarlenda miðlinum fiskur.fo má sjá myndir af nýjustu skemmdunum á grænlenska togaranum.

Grænlenski togarinn Polar Nataarnagq sem er í eigu Polar Seafoods er talsvert skemmdur eftir árekstur við ísjaka. Þetta kemur fram í grænlenska miðlinum Sermitsiac.

Samkvæmt frásögn Sermitsiac varð óhappið suður af Grænlandi laust fyrir hádegi síðastliðinn laugardag. Þá hafi skipið verið á heimleið eftir að hafa verið til viðgerða í Frederikshavn í Danmörk. Þrettán voru um borð og sakaði engan.

Óhöppin virðast elta Nataarnagq á röndum um þessar mundir þvi togarinn var að koma úr slipp eftir árekstur við togarann Akamalik sem er í eigu Royal Greenland í janúar síðastliðinn.

Er það haft eftir Bent Salling, forstjóra Polar Seafood, að hann vilji ekki tjá sig um málið í bili þar til ástæður nýja óhappsins liggja fyrir.

Þá segir Sermitsiac frá því að óhappið á laugardag sé ekki eina uppákoman í siglingu togarans til heimahafnar því við brottför frá Danmörku hafi lögregla lagt hald á fjögur kíló af hassi sem fundust um borð. Við komuna til Færeyja hafi lögreglan í Þórshöfn síðan fundið fimm kíló af hassi til viðbótar.

Polar Nataarnaq  er nú í slipp í Færeyjum. Í þarlenda miðlinum fiskur.fo má sjá myndir af nýjustu skemmdunum á grænlenska togaranum.