Loðna sem íslenska nýsköpunarfyrirtækið Responsible Foods hraðþurrkar í lofttæmi með örbylgjum er að ná fótfestu í Hong Kong og áhugi er á vörunni í öðrum Asíulöndum.

Þetta segir Hörður Kristinsson, rekstrarstjóri Responsible Foods. Fyrirtækið sem stofnað var af eiginkonu Harðar, Holly T. Kristinsson árið 2019, komst í apríl á þessu ári í úrslit samkeppni á sjávarútvegssýningu í Barcelona. Varan sem fleytti þeim þangað nefnist Fish Jerky Crunch. Það er blanda af ýsu, íslensku smjöri og íslenskum osti.

Á sýningunni kynnti Responsible Foods einnig þurrkaða loðnu, fullunna í neytendapakkningum. Framleitt er undir vörumerkinu Næra.

Viðskiptasambönd komust á

„Við náðum þar sem betur fer góðum viðskiptasamningum og erum með reglulegar sendingar af loðnu núna til Hong Kong. Þetta er selt þar sem  gúrmetvara. Við erum að margfalda virðisaukann út úr loðnunni með þessu,“ segir Hörður.

Responsible Foods framleiðir undir vörumerkinu Næra. Mynd/Aðsend
Responsible Foods framleiðir undir vörumerkinu Næra. Mynd/Aðsend

Mikill áhugi sé einnig í Japan, í Taílandi, Singapore og á öðrum Asíumörkuðum. „Þeir þekkja þurrkaða loðnu en loðnan okkar er aðeins öðruvísi af því að við notum alveg sérstaka aðferð og hún verður mjög létt undir tönn en er ekki seig eins og þegar hún er þurrkuð á hefðbundinn hátt,“ segir Hörður. Um sé að ræða kvenloðnu sem þurrkuð er með hrognunum.

Einnig segir Hörður fyrirtækið vera að markaðssetja hérlendis harðfisk úr hnakkastykkjum þurrkuðum með sömu aðferð. „Fiskurinn er ekki að falla saman og verður skemmtilega loftkenndur og stökkur,“ segir hann um þá framleiðslu sem sé komin í ýmsar verslanir um landið.

Harðfiskur úr makríl og lax

Fleiri hráefni eru á deiglunni hjá Responsible Foods.

Þurrkuð kvenloðna í bökkum. Mynd/Aðsend
Þurrkuð kvenloðna í bökkum. Mynd/Aðsend

„Við erum til dæmis með stór og mikið Tækniþróunarsjóðsverkefni þar sem við erum að nýta makríl og aukaafurðir úr eldislaxi. Við erum að reyna að búa til alveg glænýjar harðfiskvörur með þessari tækni og erum komin bara nokkuð langt með það,“ segir Hörður.

Responsible Foods eru með tvær vinnslustöðvar. Önnur er úti á Granda þar sem verið er að vinna ost og skyr fyrir innanlandsmarkaðinn og Bandaríkin. Starfsemi hófst fyrr á árinu á Fáskrúðsfirði þar sem sjávarfangið er unnið.

Þurrkuð loðna sem öll gæludýr geta étið

Holly, kona Harðar, er stofnandi og stærsti eigandi fyrirtækisins og framkvæmdastjóri þess. Næststærsti eigandinn er Loðnuvinnslan.

Hörður segir mikla möguleika felast í meiri fullvinnslu á loðnu.  Í augnablikinu sé stórt tækifæri á borðinu sem tengist gæludýrum.

„Það er eitt stærsta gæludýrafyrirtæki í heiminum sem er að tala við okkur núna og við erum að skoða tækifæri með þeim. Þar erum við fyrst og fremst að skoða karlloðnuna. Hefðbundin þurrkuð loðna er alltof seig fyrir ketti til dæmis en í okkar tilfelli geta í raun öll gæludýr étið hana án þess að það standi í þeim. Gæludýr hafa fengið að smakka hjá okkur og eru alveg vitlaus í hana,“ segir Hörður.

Túristar kaupa grimmt

Að sögn Harðar vilja Íslendingar gjarnan þessa nýju vöru. „Túristar eru líka mjög hrifnir af henni. Núna eru margir Asíubúar að ferðast um landið og þeir kaupa loðnuna alveg grimmt.“

Hörður segir þau bjartsýn á framhaldið en bendir á að um sé að ræða frumkvöðlastarfsemi. Það þurfi mikla þolinmæði og mikinn pening til að komast áfram.

„Það eru stór tækifæri framundan en til þess að mæta eftirspurninni þarf talsvert mikla innspýtingu í félagið. Við erum einmitt að leita að fleiri fjárfestum til að koma inn til að stækka framleiðsluna. Ef þetta gæludýrafyrirtæki vill vinna með okkur þurfum við að margfalda framleiðsluna,“ segir Hörður Kristinsson.

Loðna sem íslenska nýsköpunarfyrirtækið Responsible Foods hraðþurrkar í lofttæmi með örbylgjum er að ná fótfestu í Hong Kong og áhugi er á vörunni í öðrum Asíulöndum.

Þetta segir Hörður Kristinsson, rekstrarstjóri Responsible Foods. Fyrirtækið sem stofnað var af eiginkonu Harðar, Holly T. Kristinsson árið 2019, komst í apríl á þessu ári í úrslit samkeppni á sjávarútvegssýningu í Barcelona. Varan sem fleytti þeim þangað nefnist Fish Jerky Crunch. Það er blanda af ýsu, íslensku smjöri og íslenskum osti.

Á sýningunni kynnti Responsible Foods einnig þurrkaða loðnu, fullunna í neytendapakkningum. Framleitt er undir vörumerkinu Næra.

Viðskiptasambönd komust á

„Við náðum þar sem betur fer góðum viðskiptasamningum og erum með reglulegar sendingar af loðnu núna til Hong Kong. Þetta er selt þar sem  gúrmetvara. Við erum að margfalda virðisaukann út úr loðnunni með þessu,“ segir Hörður.

Responsible Foods framleiðir undir vörumerkinu Næra. Mynd/Aðsend
Responsible Foods framleiðir undir vörumerkinu Næra. Mynd/Aðsend

Mikill áhugi sé einnig í Japan, í Taílandi, Singapore og á öðrum Asíumörkuðum. „Þeir þekkja þurrkaða loðnu en loðnan okkar er aðeins öðruvísi af því að við notum alveg sérstaka aðferð og hún verður mjög létt undir tönn en er ekki seig eins og þegar hún er þurrkuð á hefðbundinn hátt,“ segir Hörður. Um sé að ræða kvenloðnu sem þurrkuð er með hrognunum.

Einnig segir Hörður fyrirtækið vera að markaðssetja hérlendis harðfisk úr hnakkastykkjum þurrkuðum með sömu aðferð. „Fiskurinn er ekki að falla saman og verður skemmtilega loftkenndur og stökkur,“ segir hann um þá framleiðslu sem sé komin í ýmsar verslanir um landið.

Harðfiskur úr makríl og lax

Fleiri hráefni eru á deiglunni hjá Responsible Foods.

Þurrkuð kvenloðna í bökkum. Mynd/Aðsend
Þurrkuð kvenloðna í bökkum. Mynd/Aðsend

„Við erum til dæmis með stór og mikið Tækniþróunarsjóðsverkefni þar sem við erum að nýta makríl og aukaafurðir úr eldislaxi. Við erum að reyna að búa til alveg glænýjar harðfiskvörur með þessari tækni og erum komin bara nokkuð langt með það,“ segir Hörður.

Responsible Foods eru með tvær vinnslustöðvar. Önnur er úti á Granda þar sem verið er að vinna ost og skyr fyrir innanlandsmarkaðinn og Bandaríkin. Starfsemi hófst fyrr á árinu á Fáskrúðsfirði þar sem sjávarfangið er unnið.

Þurrkuð loðna sem öll gæludýr geta étið

Holly, kona Harðar, er stofnandi og stærsti eigandi fyrirtækisins og framkvæmdastjóri þess. Næststærsti eigandinn er Loðnuvinnslan.

Hörður segir mikla möguleika felast í meiri fullvinnslu á loðnu.  Í augnablikinu sé stórt tækifæri á borðinu sem tengist gæludýrum.

„Það er eitt stærsta gæludýrafyrirtæki í heiminum sem er að tala við okkur núna og við erum að skoða tækifæri með þeim. Þar erum við fyrst og fremst að skoða karlloðnuna. Hefðbundin þurrkuð loðna er alltof seig fyrir ketti til dæmis en í okkar tilfelli geta í raun öll gæludýr étið hana án þess að það standi í þeim. Gæludýr hafa fengið að smakka hjá okkur og eru alveg vitlaus í hana,“ segir Hörður.

Túristar kaupa grimmt

Að sögn Harðar vilja Íslendingar gjarnan þessa nýju vöru. „Túristar eru líka mjög hrifnir af henni. Núna eru margir Asíubúar að ferðast um landið og þeir kaupa loðnuna alveg grimmt.“

Hörður segir þau bjartsýn á framhaldið en bendir á að um sé að ræða frumkvöðlastarfsemi. Það þurfi mikla þolinmæði og mikinn pening til að komast áfram.

„Það eru stór tækifæri framundan en til þess að mæta eftirspurninni þarf talsvert mikla innspýtingu í félagið. Við erum einmitt að leita að fleiri fjárfestum til að koma inn til að stækka framleiðsluna. Ef þetta gæludýrafyrirtæki vill vinna með okkur þurfum við að margfalda framleiðsluna,“ segir Hörður Kristinsson.