Makrílveiði hefur verið dræm síðustu daga í Síldarsmugunni norðaustur af landinu. Einnig er farið að saxast á heimildir sumra útgerða. Skip Síldarvinnslunnar eru að hætta makrílveiðum að sinni og margir eru farnir að huga að veiðum á norsk-íslenskri síld sem er næst á þéttriðinni dagskrá uppsjávarveiða.

Uppsjávarskipin voru reyndar að gera það mjög gott í Smugunni í síðustu viku. Þannig lönduðu skip frá Síldarvinnslunni tæpum 4.500 tonnum af stórum og átulitlum makríl sem var síðan heilfrystur. Heildaraflamark á árinu eru 144.000 tonn og á miðvikudag stóðu tæp 30.000 tonn eftir óveidd.

Meðal skipa í Smugunni núna eru uppsjávarskip Brims sem eiga hvað stystu leið á veiðisvæðið frá Vopnafirði. Svanur RE, Venus NK og Víkingur AK eru í veiðisamstarfi og er verið að reyna að fylla Venus og senda hann heim til löndunar. Samtals hafa þessi þrjú skip veitt um 27.000 tonn af makríl á árinu.

Lengi togað og afli dræmur

Veðrið var með ágætum á þessum slóðum þegar rætt var við Róbert Hafliðason, skipstjóra á Víkingi AK, en veiðin treg.

„Það hefur verið afskaplega rólegt yfir þessu síðustu dagana. Það er lengi togað og aflinn dræmur heilt yfir. Þegar við fórum í land eftir síðasta túr var að klárast eitthvað skot en síðan þá hefur verið rólegt yfir þessu. Menn eru að bíða eftir nýju skoti,“ segir Róbert.

Róbert Hafliðason, skipstjóri á Víkingi AK.
Róbert Hafliðason, skipstjóri á Víkingi AK.

Makrílveiðin þetta er árið er óvenjuleg að því leyti að töluverður afli fékkst innan íslensku lögsögunnar sem gerist ekki á hverju ári. Þetta var líka stór og fallegur fiskur sem fékkst þar, allt að 500-600 grömm að þyngd, en svo datt veiðin niður og skipin héldu í Smuguna.

„Það er eins og það sé eitthvað minna af makríl í ár en svo getur það líka verið að hann haldi sig austar. Nú eru Norðmennirnir farnir að tínast út en það hefur ekki verið neitt sérstakt fjör hjá þeim í þessum veiðum. Makríll fer bara sínar eigin leiðir og er ekki fastur í einhverju tilteknu göngumynstri virðist vera. Fyrir um það bil viku fórum við óvenjulega norðarlega á eftir makríl, eða 73. gráðu 15 og ég minnist þess ekki áður að hafa veitt makríl svo norðarlega og þetta var stór fiskur.“

Farið er að síga vel á seinni hluta vertíðarinnar og skipin að klára sína kvóta. Við taka veiðar á norsk-íslenskri síld en á þessu almanaksári mega íslensk skip veiða um 90 þúsund tonn. Hefur vinnsla á norsk-íslenskri síld reyndar þegar hafist í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað á 560 tonn afla sem Barði NK fékk í Bakkaflóadjúpi um síðustu helgi.

Víkingur AK. Mynd/Guðmundur St. Valdimarsson.

Róbert Hafliðason, skipstjóri á Víkingi AK.

Makrílveiði hefur verið dræm síðustu daga í Síldarsmugunni norðaustur af landinu. Einnig er farið að saxast á heimildir sumra útgerða. Skip Síldarvinnslunnar eru að hætta makrílveiðum að sinni og margir eru farnir að huga að veiðum á norsk-íslenskri síld sem er næst á þéttriðinni dagskrá uppsjávarveiða.

Uppsjávarskipin voru reyndar að gera það mjög gott í Smugunni í síðustu viku. Þannig lönduðu skip frá Síldarvinnslunni tæpum 4.500 tonnum af stórum og átulitlum makríl sem var síðan heilfrystur. Heildaraflamark á árinu eru 144.000 tonn og á miðvikudag stóðu tæp 30.000 tonn eftir óveidd.

Meðal skipa í Smugunni núna eru uppsjávarskip Brims sem eiga hvað stystu leið á veiðisvæðið frá Vopnafirði. Svanur RE, Venus NK og Víkingur AK eru í veiðisamstarfi og er verið að reyna að fylla Venus og senda hann heim til löndunar. Samtals hafa þessi þrjú skip veitt um 27.000 tonn af makríl á árinu.

Lengi togað og afli dræmur

Veðrið var með ágætum á þessum slóðum þegar rætt var við Róbert Hafliðason, skipstjóra á Víkingi AK, en veiðin treg.

„Það hefur verið afskaplega rólegt yfir þessu síðustu dagana. Það er lengi togað og aflinn dræmur heilt yfir. Þegar við fórum í land eftir síðasta túr var að klárast eitthvað skot en síðan þá hefur verið rólegt yfir þessu. Menn eru að bíða eftir nýju skoti,“ segir Róbert.

Róbert Hafliðason, skipstjóri á Víkingi AK.
Róbert Hafliðason, skipstjóri á Víkingi AK.

Makrílveiðin þetta er árið er óvenjuleg að því leyti að töluverður afli fékkst innan íslensku lögsögunnar sem gerist ekki á hverju ári. Þetta var líka stór og fallegur fiskur sem fékkst þar, allt að 500-600 grömm að þyngd, en svo datt veiðin niður og skipin héldu í Smuguna.

„Það er eins og það sé eitthvað minna af makríl í ár en svo getur það líka verið að hann haldi sig austar. Nú eru Norðmennirnir farnir að tínast út en það hefur ekki verið neitt sérstakt fjör hjá þeim í þessum veiðum. Makríll fer bara sínar eigin leiðir og er ekki fastur í einhverju tilteknu göngumynstri virðist vera. Fyrir um það bil viku fórum við óvenjulega norðarlega á eftir makríl, eða 73. gráðu 15 og ég minnist þess ekki áður að hafa veitt makríl svo norðarlega og þetta var stór fiskur.“

Farið er að síga vel á seinni hluta vertíðarinnar og skipin að klára sína kvóta. Við taka veiðar á norsk-íslenskri síld en á þessu almanaksári mega íslensk skip veiða um 90 þúsund tonn. Hefur vinnsla á norsk-íslenskri síld reyndar þegar hafist í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað á 560 tonn afla sem Barði NK fékk í Bakkaflóadjúpi um síðustu helgi.

Víkingur AK. Mynd/Guðmundur St. Valdimarsson.

Róbert Hafliðason, skipstjóri á Víkingi AK.