„Við vorum að veiðum á mjög litlum bletti í suðvesturhorni Smugunnar. Norsku strandgæsluskipin voru stöðugt að stugga við okkur á þeim forsendum að við værum innan 200 mílna frá eyjunni Hopen við Svalbarða, sem þeir nota sem grunnlínupunkt til þess að mæla út frá. Reyndar voru þeir stöðugt að breyta þessum línum og við fengum tvær eða þrjár útgáfur á dag, þótt við værum enn 205-207 mílur frá eyjunum samkvæmt okkar mælingum. Síðan keyrðu þeir á fullri ferð inn á milli íslensku skipanna og létu skína í klippurnar. Þeir kölluðu okkur upp hvern af öðrum og sögðu að landhelgisbrot okkar yrði tilkynnt til norskra yfirvalda, sem myndu sjá um framhald málsins. Að öðru leyti höfðust þeir ekki að og báðu aldrei um að fá að koma um borð og skoða aflann.“

Þannig lýsir Björn Valur Gíslason, stýrimaður á ísfisktogaranum Sólbergi ÓF, samskiptum íslenskra sjómanna við norsku strandgæsluna í Smugunni að undanförnu, en Norðmenn hafa ekki verið eins herskáir þar og á Svalbarðasvæðinu, enda hafa þeir hálfpartinn viðurkennt að Smugan sé alþjóðlegt hafsvæði.

Skiptu yfir í flottroll

Sólberg kom heim í síðustu viku eftir 15 daga túr, þar af var skipið sjö að veiðum og fékk 170-180 tonn af ísfiski. Á heimleiðinni köstuðu þeir trollinu einu sinni á Svalbarðasvæðinu, um 60 mílur út af Bjarnarey, og fengu 7-8 átta tonn af þorski eftir tveggja klukkustunda hol.

Fyrstu dagana sem Sólbergið var á svæðinu var ágætis veiði í botntroll en síðan fór allur fiskurinn upp í sjó og þá var skipt yfir á flottroll og fékk skipið alls 100 tonn í það.

Þau íslensku skipanna á svæðinu, sem ekki höfðu flottroll meðferðis, drógu botntrollið uppi í sjó meðan fiskurinn var hvað þéttastur og náðu ágætis árangri með því móti. Þegar fiskurinn dreifðist minnkaði aflinn í botntrollin, en margir björguðu sér með því að víkka og stækka trollin til þess að ná betri opnun.

Að sögn Björns Vals var aflinn vænn þorskur og nánast ekkert af öðrum tegundum með. Ekki hafði hann á takteinum upplýsingar um meðalvigt úr afla Sólbergsins, en annar íslenskur togari sem landaði afla úr Smugunni á undan þeim var með 2,6 kg meðalvigt af slægðum fiski sem teljast verður gott.

Hvimleiðir gestir

Rjómaveður var í Smugunni meðan Sólbergið var þar, logn og blíða en nokkuð þokusamt. Það var því hvorki hægt að kvarta undan veðrinu né aflabrögðunum. Hins vegar var nokkurt ónæði af norsku gæslunni, eins og áður sagði, og henni bættist óvæntur liðsauki sem gerði íslensku sjómönnunum gramt í geði.

Riturnar raða sér á skipið.
Riturnar raða sér á skipið.

„Þarna var óskapleg mergð af ritu, sem raðaði sér á hvern auðan blett á skipinu til þess eins að skíta að því er virtist. Ég hef aldrei séð annað eins. Við töldum einu sinni 150 fugla á skipinu samtímis og þeir hafa sjálfsagt oft verið miklu fleiri. Fuglarnir voru gæfir sem dúfur og sátu sem fastast þótt komið væri nálægt þeim. Það var gríðarleg vinna að þrífa dritið eftir þær út um allt skip og allar tilraunir okkar til þess að fæla þær burt, svo sem með því að hengja net og spotta hér og þar, reyndust árangurslausar. Fuglarnir lögðu jafnvel til atlögu við dauða ritu sem við hengdum upp þeim til viðvörunar,“ sagði Björn Valur, en fram kom í máli hans að byssum var ekki beitt gegn fuglunum, enda notkun skotvopna bönnuð um borð í Sólberginu.

Ekkert „fiskverndarsvæði“

Björn Valur segist furða sig á því að hugtakið „fiskverndarsvæði“ skuli notað um Svalbarðasvæðið, jafnvel í umræðu á Íslandi, því þetta sé ekkert fiskfriðunarsvæði. Þvert á móti séu þar fiskiskip margra þjóða að veiða fisk í gríð og erg, – skip frá Frakklandi, Grænlandi, Færeyjum, Noregi, Rússlandi og víðar.

„Það hefur engin þjóð nema Finnar viðurkennt rétt Norðmanna á þessu svæði. Mér finnst sjálfsagt að láta reyna á rétt okkar Íslendinga þarna. Það er bæði okkur og Norðmönnum hollt að komast að niðurstöðu í þessu máli en það verður varla gert nema með samningum,“ segir Björn Valur Gíslason.

„Við vorum að veiðum á mjög litlum bletti í suðvesturhorni Smugunnar. Norsku strandgæsluskipin voru stöðugt að stugga við okkur á þeim forsendum að við værum innan 200 mílna frá eyjunni Hopen við Svalbarða, sem þeir nota sem grunnlínupunkt til þess að mæla út frá. Reyndar voru þeir stöðugt að breyta þessum línum og við fengum tvær eða þrjár útgáfur á dag, þótt við værum enn 205-207 mílur frá eyjunum samkvæmt okkar mælingum. Síðan keyrðu þeir á fullri ferð inn á milli íslensku skipanna og létu skína í klippurnar. Þeir kölluðu okkur upp hvern af öðrum og sögðu að landhelgisbrot okkar yrði tilkynnt til norskra yfirvalda, sem myndu sjá um framhald málsins. Að öðru leyti höfðust þeir ekki að og báðu aldrei um að fá að koma um borð og skoða aflann.“

Þannig lýsir Björn Valur Gíslason, stýrimaður á ísfisktogaranum Sólbergi ÓF, samskiptum íslenskra sjómanna við norsku strandgæsluna í Smugunni að undanförnu, en Norðmenn hafa ekki verið eins herskáir þar og á Svalbarðasvæðinu, enda hafa þeir hálfpartinn viðurkennt að Smugan sé alþjóðlegt hafsvæði.

Skiptu yfir í flottroll

Sólberg kom heim í síðustu viku eftir 15 daga túr, þar af var skipið sjö að veiðum og fékk 170-180 tonn af ísfiski. Á heimleiðinni köstuðu þeir trollinu einu sinni á Svalbarðasvæðinu, um 60 mílur út af Bjarnarey, og fengu 7-8 átta tonn af þorski eftir tveggja klukkustunda hol.

Fyrstu dagana sem Sólbergið var á svæðinu var ágætis veiði í botntroll en síðan fór allur fiskurinn upp í sjó og þá var skipt yfir á flottroll og fékk skipið alls 100 tonn í það.

Þau íslensku skipanna á svæðinu, sem ekki höfðu flottroll meðferðis, drógu botntrollið uppi í sjó meðan fiskurinn var hvað þéttastur og náðu ágætis árangri með því móti. Þegar fiskurinn dreifðist minnkaði aflinn í botntrollin, en margir björguðu sér með því að víkka og stækka trollin til þess að ná betri opnun.

Að sögn Björns Vals var aflinn vænn þorskur og nánast ekkert af öðrum tegundum með. Ekki hafði hann á takteinum upplýsingar um meðalvigt úr afla Sólbergsins, en annar íslenskur togari sem landaði afla úr Smugunni á undan þeim var með 2,6 kg meðalvigt af slægðum fiski sem teljast verður gott.

Hvimleiðir gestir

Rjómaveður var í Smugunni meðan Sólbergið var þar, logn og blíða en nokkuð þokusamt. Það var því hvorki hægt að kvarta undan veðrinu né aflabrögðunum. Hins vegar var nokkurt ónæði af norsku gæslunni, eins og áður sagði, og henni bættist óvæntur liðsauki sem gerði íslensku sjómönnunum gramt í geði.

Riturnar raða sér á skipið.
Riturnar raða sér á skipið.

„Þarna var óskapleg mergð af ritu, sem raðaði sér á hvern auðan blett á skipinu til þess eins að skíta að því er virtist. Ég hef aldrei séð annað eins. Við töldum einu sinni 150 fugla á skipinu samtímis og þeir hafa sjálfsagt oft verið miklu fleiri. Fuglarnir voru gæfir sem dúfur og sátu sem fastast þótt komið væri nálægt þeim. Það var gríðarleg vinna að þrífa dritið eftir þær út um allt skip og allar tilraunir okkar til þess að fæla þær burt, svo sem með því að hengja net og spotta hér og þar, reyndust árangurslausar. Fuglarnir lögðu jafnvel til atlögu við dauða ritu sem við hengdum upp þeim til viðvörunar,“ sagði Björn Valur, en fram kom í máli hans að byssum var ekki beitt gegn fuglunum, enda notkun skotvopna bönnuð um borð í Sólberginu.

Ekkert „fiskverndarsvæði“

Björn Valur segist furða sig á því að hugtakið „fiskverndarsvæði“ skuli notað um Svalbarðasvæðið, jafnvel í umræðu á Íslandi, því þetta sé ekkert fiskfriðunarsvæði. Þvert á móti séu þar fiskiskip margra þjóða að veiða fisk í gríð og erg, – skip frá Frakklandi, Grænlandi, Færeyjum, Noregi, Rússlandi og víðar.

„Það hefur engin þjóð nema Finnar viðurkennt rétt Norðmanna á þessu svæði. Mér finnst sjálfsagt að láta reyna á rétt okkar Íslendinga þarna. Það er bæði okkur og Norðmönnum hollt að komast að niðurstöðu í þessu máli en það verður varla gert nema með samningum,“ segir Björn Valur Gíslason.