Atvinnuvegaráðherra ætlar að leggja fram reglugerð til að tryggja 48 daga strandveiðar í sumar. Nýtt frumvarp næst ekki fyrir sumarið en ráðherra vonar að það skapi sátt um strandveiðar til framtíðar, að því er greint frá í frétt á www.ruv.is.
Þar er haft eftir Hönnu Katrínu Friðriksson atvinnuvegaráðherra að nýtt frumvarp um strandveiðar náist ekki fyrir sumarið. Hún ætlar hins vegar að tryggja 48 daga strandveiðar í sumar með reglugerð.
„Hvoru tveggja miðar að því að tryggja 48 daga til strandveiða,“ sagði Hanna Katrín í viðtali við RÚV að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.
Hanna Katrín segir að frumvarpið eigi jafnframt að tryggja utanumhald og eftirlit með strandveiðum.
„Við erum að tryggja ákveðinn fyrirsjáanleika með það hvenær þarf að sækja um leyfið. Við erum að tryggja að sá sem veiðir eigi 51 prósent eða meira í bátnum til þess að tryggja eins og við getum að þetta skilji eftir í heimahöfn eða heimabyggð eins og ætlunin er.“