„Nú síðast áttu sér stað áhafnaskipti á kjarnorkukafbátum í firðinum, þannig að ég get ekki séð fyrir mér að friðun Eyjafjarðar muni eiga sér stað í náinni framtíð ,“ segir Vigdís Häsler, verkefnastjóri hjá Kleifum fiskeldi. Hún vísar á bug ásökunum um að Kleifar ætli að múta sveitarfélögum á starfssvæðinu með því að veita þeim hlut í fyrirtækinu. Markmiðið sé að sveitarrfélögin fái sanngjarnt afgjald af auðlindinni.