Uppgangur ýsu og þorsks í fjörðum landsins heldur stofnum innfjarðarrækju niðri og litlar líkur virðast vera á breytingum á því að sögn Ingibjargar G. Jónsdóttur, sjávarvistfræðings hjá Hafrannsóknastofnun. Vísitala úthafsrækju hefur verið á niðurleið frá árinu 2018.