Í vöktun Náttúrustofu Suðvesturlands á höfnum umhverfis Íslands hefur margt nýtt litið dagsins ljós. Eitt það nýjasta eru ágengir tilburðir tegundarinnar klapparlóar (Rhizoclonium riparium) hér við land. Grein um rannsóknir Náttúrustofunnar á klapparló birtist nýlega í vísindaritinu Nordic Journal of Botany.

Sindri Gíslason, forstöðumaður Náttúrustofunnar, segir í viðtali við Fiskifréttir að Klapparló sé grænþörungur sem lifir allt í senn í ferskvatni, ísöltu vatni og sjó. Tegundin finnist víða um heim og sé svokölluð dultegund, en það er samheiti yfir tegundir sem eru með ókunnan uppruna. Tegundin finnst víða umhverfis Ísland, að hans sögn og var fyrst skráð hér við land árið 1972.

Myndar þykkar mottur

Erlendis er það þekkt að klapparló getur myndað þykkar mottur sem takmarka birtu og þar með skilyrði fyrir vöxt plöntusvifs og botnþörunga. Þar sem tegundin hefur náð sér á strik erlendis myndar hún víðáttumiklar mottur sem hafa m.a. áhrif á bátaumferð, sundferðir, stangveiði og skapar léleg fæðuskilyrði fyrir fiska. Í fiskeldi geta þörungamottur klapparlóar þakið innviði og dregið þannig úr vatnsrennsli, dreifingu næringarefna, uppleystu súrefni, vaxtarými eldisdýra og dregið úr vexti þeirra. Eins er það þekkt að yfirborð samfléttað þráðlaga þörunga eins og klapparlóar getur skapað kjörumhverfi fyrir eitraðar bakteríur, kísilþörunga og blágræna þörunga.

„Í úttekt Náttúrustofunnar á smábátahöfninni í Reyðarfjarðarhöfn kom í ljós að allt yfirborð hafnarinnar var þakið klapparló. Í dag er því ljóst að líffjölbreytileiki hafnarinnar á Reyðarfirði einkennist af þessari tegund,“ segir Sindri.

Hvort þörungurinn sé sérstakt áhyggjuefni fyrir fiskeldi austanlands segir Sindri að a.m.k sé hér á ferðinni eitthvað sem gott er að eldisfyrirtæki séu meðvituð um sbr. áhrifin sem tegundin getur valdið.

Erfitt að hindra útbreiðslu

Hann segir jafnframt að teknu tilliti þess að það er mjög erfitt að koma í veg fyrir útbreiðslu þessarar tegundar sé brýnt að innleiða staðbundið eftirlit og þróa mótvægisáætlun sem miðar að tegundinni.

„Síðastliðinn áratug hefur umferð á sjó innanlands aukist töluvert, aðallega vegna fiskveiða og fiskeldisstarfsemi. Þetta eykur hættuna á að dreifingu ásetutegunda, þ.e. þeirra tegunda sem borist geta á hvers kyns undirlagi s.s. skipskrokkum,“ segir Sindri og bætir við að ágengi klapparlóar getur ekki aðeins falið í sér staðbundna ógn heldur einnig alþjóðlega.

„Þar sem Ísland er mikilvægur áningarstaður siglinga yfir Atlantshafið er það jafnframt mögulegur dreifingastaður fyrir tegundir. Þar af leiðandi gæti það aukið álag annars staðar, t.d. í Kanada eða Noregi, þar sem neikvæð áhrif ásetutegunda geta t.d. dregið úr þróuninni í fiskeldi,“ segir Sindri.

Í vöktun Náttúrustofu Suðvesturlands á höfnum umhverfis Íslands hefur margt nýtt litið dagsins ljós. Eitt það nýjasta eru ágengir tilburðir tegundarinnar klapparlóar (Rhizoclonium riparium) hér við land. Grein um rannsóknir Náttúrustofunnar á klapparló birtist nýlega í vísindaritinu Nordic Journal of Botany.

Sindri Gíslason, forstöðumaður Náttúrustofunnar, segir í viðtali við Fiskifréttir að Klapparló sé grænþörungur sem lifir allt í senn í ferskvatni, ísöltu vatni og sjó. Tegundin finnist víða um heim og sé svokölluð dultegund, en það er samheiti yfir tegundir sem eru með ókunnan uppruna. Tegundin finnst víða umhverfis Ísland, að hans sögn og var fyrst skráð hér við land árið 1972.

Myndar þykkar mottur

Erlendis er það þekkt að klapparló getur myndað þykkar mottur sem takmarka birtu og þar með skilyrði fyrir vöxt plöntusvifs og botnþörunga. Þar sem tegundin hefur náð sér á strik erlendis myndar hún víðáttumiklar mottur sem hafa m.a. áhrif á bátaumferð, sundferðir, stangveiði og skapar léleg fæðuskilyrði fyrir fiska. Í fiskeldi geta þörungamottur klapparlóar þakið innviði og dregið þannig úr vatnsrennsli, dreifingu næringarefna, uppleystu súrefni, vaxtarými eldisdýra og dregið úr vexti þeirra. Eins er það þekkt að yfirborð samfléttað þráðlaga þörunga eins og klapparlóar getur skapað kjörumhverfi fyrir eitraðar bakteríur, kísilþörunga og blágræna þörunga.

„Í úttekt Náttúrustofunnar á smábátahöfninni í Reyðarfjarðarhöfn kom í ljós að allt yfirborð hafnarinnar var þakið klapparló. Í dag er því ljóst að líffjölbreytileiki hafnarinnar á Reyðarfirði einkennist af þessari tegund,“ segir Sindri.

Hvort þörungurinn sé sérstakt áhyggjuefni fyrir fiskeldi austanlands segir Sindri að a.m.k sé hér á ferðinni eitthvað sem gott er að eldisfyrirtæki séu meðvituð um sbr. áhrifin sem tegundin getur valdið.

Erfitt að hindra útbreiðslu

Hann segir jafnframt að teknu tilliti þess að það er mjög erfitt að koma í veg fyrir útbreiðslu þessarar tegundar sé brýnt að innleiða staðbundið eftirlit og þróa mótvægisáætlun sem miðar að tegundinni.

„Síðastliðinn áratug hefur umferð á sjó innanlands aukist töluvert, aðallega vegna fiskveiða og fiskeldisstarfsemi. Þetta eykur hættuna á að dreifingu ásetutegunda, þ.e. þeirra tegunda sem borist geta á hvers kyns undirlagi s.s. skipskrokkum,“ segir Sindri og bætir við að ágengi klapparlóar getur ekki aðeins falið í sér staðbundna ógn heldur einnig alþjóðlega.

„Þar sem Ísland er mikilvægur áningarstaður siglinga yfir Atlantshafið er það jafnframt mögulegur dreifingastaður fyrir tegundir. Þar af leiðandi gæti það aukið álag annars staðar, t.d. í Kanada eða Noregi, þar sem neikvæð áhrif ásetutegunda geta t.d. dregið úr þróuninni í fiskeldi,“ segir Sindri.