Útflutningsverðmæti eldisafurða er komið í 27,3 milljarða króna á fyrstu sjö mánuðum ársins og hefur aldrei verið meira á tilgreindu tímabili. Þetta má lesa úr tölum sem Hagstofan birti nýverið.


Ofangreinda aukningu má að langstærstum hluta rekja til laxeldis, eins og sést á myndinni hér að ofan. Þannig er útflutningsverðmæti eldislax komið í 22,4 milljarða króna á fyrstu sjö mánuðum ársins, sem er um 28% aukning frá sama tímabili í fyrra, á föstu gengi. Á hinn bóginn er nokkur samdráttur í útflutningsverðmæti silungs, eða sem nemur rúmum 18% á sama kvarða. Útflutningsverðmæti silungs, sem er að stærstum hluta bleikja, var tæplega 3,3 milljarðar króna á fyrstu sjö mánuðum síðasta árs en er nú tæplega 2,7 milljarðar.

Svipaða sögu er að segja um frjóvguð laxahrogn, sem er verðmæt hátækniframleiðsla. Verðmæti þeirra er komið í rúman milljarð samanborið við tæpan 1,5 milljarð í fyrra. Þar er því um 28% samdrátt að ræða. Á móti hafa útflutningstekjur af Senegal flúru, sem er einn verðmætasti matfiskur í heimi, aldrei verið meiri en í ár. Þannig er útflutningsverðmæti Senegal flúru komið yfir milljarð á fyrstu sjö mánuðum ársins, sem er rúmlega 160% aukning frá sama tímabili í fyrra, á föstu gengi. Til samanburðar voru verðmætin rúmlega 800 milljónir króna á öllu síðasta ári, sem þá var met.

Rólegir sumarmánuðir

Í næstu viku mun Hagstofan birta fyrstu bráðabirgðatölur um vöruskipti í ágúst, sem hefur m.a. að geyma tölur um útflutningsverðmæti eldisafurða í heild í mánuðinum. Sögulega séð hefur útflutningur á eldisafurðum almennt verið nokkuð minni frá apríl og yfir sumarmánuðina en aðra mánuði ársins, eins og sést á myndinni hér fyrir neðan. Sumarið er helsti vaxtartími lax sem alinn er í sjó, sem útskýrir minni framleiðslu þá mánuði. Það er hagur fyrirtækjanna að framleiða fisk jafnt og þétt allan ársins hring en fiskeldi á Íslandi er atvinnugrein í uppbyggingarfasa og vinnur enn að því að viðhalda stöðugri framleiðslu.

Útflutningsverðmæti eldisafurða er komið í 27,3 milljarða króna á fyrstu sjö mánuðum ársins og hefur aldrei verið meira á tilgreindu tímabili. Þetta má lesa úr tölum sem Hagstofan birti nýverið.


Ofangreinda aukningu má að langstærstum hluta rekja til laxeldis, eins og sést á myndinni hér að ofan. Þannig er útflutningsverðmæti eldislax komið í 22,4 milljarða króna á fyrstu sjö mánuðum ársins, sem er um 28% aukning frá sama tímabili í fyrra, á föstu gengi. Á hinn bóginn er nokkur samdráttur í útflutningsverðmæti silungs, eða sem nemur rúmum 18% á sama kvarða. Útflutningsverðmæti silungs, sem er að stærstum hluta bleikja, var tæplega 3,3 milljarðar króna á fyrstu sjö mánuðum síðasta árs en er nú tæplega 2,7 milljarðar.

Svipaða sögu er að segja um frjóvguð laxahrogn, sem er verðmæt hátækniframleiðsla. Verðmæti þeirra er komið í rúman milljarð samanborið við tæpan 1,5 milljarð í fyrra. Þar er því um 28% samdrátt að ræða. Á móti hafa útflutningstekjur af Senegal flúru, sem er einn verðmætasti matfiskur í heimi, aldrei verið meiri en í ár. Þannig er útflutningsverðmæti Senegal flúru komið yfir milljarð á fyrstu sjö mánuðum ársins, sem er rúmlega 160% aukning frá sama tímabili í fyrra, á föstu gengi. Til samanburðar voru verðmætin rúmlega 800 milljónir króna á öllu síðasta ári, sem þá var met.

Rólegir sumarmánuðir

Í næstu viku mun Hagstofan birta fyrstu bráðabirgðatölur um vöruskipti í ágúst, sem hefur m.a. að geyma tölur um útflutningsverðmæti eldisafurða í heild í mánuðinum. Sögulega séð hefur útflutningur á eldisafurðum almennt verið nokkuð minni frá apríl og yfir sumarmánuðina en aðra mánuði ársins, eins og sést á myndinni hér fyrir neðan. Sumarið er helsti vaxtartími lax sem alinn er í sjó, sem útskýrir minni framleiðslu þá mánuði. Það er hagur fyrirtækjanna að framleiða fisk jafnt og þétt allan ársins hring en fiskeldi á Íslandi er atvinnugrein í uppbyggingarfasa og vinnur enn að því að viðhalda stöðugri framleiðslu.